Böðvarsgata 10

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:

Böðvarsgata 10, 310 Borgarnes.
Um er að ræða mikið endurnýjaða 5 herbergja 115,8 fm efri hæð með sérinngangi í tvíbýlishúsi byggðu 1969, ásamt 41,8 fm bílskúr. Samtals stærð skv. skráningu HMS er 157,6 fm.

Bókið skoðun í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur fastnes@fastnes.is, sýnum samdægurs.

Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, forstofuherbergi, alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi, þvottahús, 3 herbergi á svefnherbergisálmu og baðherbergi. Harðparket er á öllum gólfum fyrir utan flísar á forstofu og votrýmum. Gólfhiti er í öllum gólfum.  
Bílskúr virðist í ágætu ásigkomulagi. Þakviðir og járn á þaki hafa verið endurnýjaðir.

Forstofa: Með fataskáp.                 
Forstofuherbergi: Með glugga og opnanlegi fagi, getur nýst sem svefnherbergi.                                                                                            
Stofa og borðstofa. Björt og rúmgóð. Gengt út á vestur svalir úr stofu.
Eldhús: Rúmgóð nýleg innrétting með góðu vinnu og skápaplássi. Tæki frá Whirlpool. Uppþvottavél í innréttingu, helluborð og bakaraofn í vinnuhæð. Tvískiptur ísskápur/frystiskápur getur fylgt með skv. nánara samkomulagi.  
Þvottahús: Er innaf eldhúsi, rammi úr timbri fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi: Eru 3 á svefnherbergisgangi. Fataskápar í 2 herbergjum, stór fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og walk in sturta.

Bílskúr: Steypt gólf, eldri bílskúrshurð, geymslupláss og hillur í enda bílskúrsins.

Íbúðin hefur hlotið nánast algerrar endurnýjunar á síðustu árum. Skipt var um járn á þaki 2015. Allir gluggar endurnýjaðir 2020. Árið 2022 var farið í allsherjar endurnýjun innanhúss og þá var skipt um og endurnýjað; rafmagn, neysluvatnslagnir, skólp út í brunn, gólfhiti settur í öll gólf, skipt um öll gólfefni, innihurðar, eldhúsinnréttingu og baðherbergi endurnýjað. Þá var þvottahús stúkað af og bætt við herbergi innaf forstofu.

Húsið var filtmúrað og málað að utan fyrir um 5 árum. Einnig var suðurhlið hússins sprungufyllt með inndælingartöppum. Ytra byrði hússins þarf að klæða með veðurkápu eða fara í frekari múrviðgerðir að mati seljanda.

Um er að ræða vel skipulagða og bjarta íbúð á mjög eftirsóttum stað miðsvæðis í Borgarnesi. Stutt í alla þjónustu og skóla / íþróttahús.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 69.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 51.850.000 ISK
Brunabótamat 64.200.000 ISK
Stærð 157.59999923706 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1969
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 22.04.2025