Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir eignina:
Hrafnaklettur 2, íbúð 103, 310 Borgarnes. Um er að ræða rúmgóða 4 herbergja íbúð á 1. hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi, byggt 1983. Íbúðin er 87.6 fm að stærð ásamt 7.7 fm sérgeymslu á geymslugangi í kjallara, samtals stærð 95.3 fm skv. skráningu HMS. Sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla er í kjallara.
Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús með borðkrók, stofu/borðstofu, 3 svefnherbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Góðir fataskápar, parket á gólfi.
Eldhús: Flísar á gólfi. Borðkrókur. Nýleg innrétting frá IKEA, gott skápapláss. Nýleg tæki, helluborð, uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.
Stofa: Parket á gólfi. Björt og rúmgóð. Gengið er út á SV svalir.
Svefnherbergi: Eru 3. Parket á gólfum. Fataskápar í 2 herbergjum, stór fataskápur í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, stór innrétting með skápum, baðkar með sturtu og handklæðaofn.
Geymsla: Lokuð rúmgóð geymsla með glugga á geymslugangi.
Sameign: Flísalagt anddyri og teppalagður stigagangur. Sameiginlegt þvottahús og vagna/hjólageymsla í kjallara, máluð gólf.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 45.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 40.100.000 ISK |
Brunabótamat | 55.100.000 ISK |
Stærð | 95.3 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1983 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 21.07.2025 |