Skúlagata 15

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu:

Skúlagata 15, 310 Borgarnesi.
Um er að ræða steinsteypt einbýlishús á einni hæð byggt 1960. Eignin er samtals 169.2 fm að stærð. Þar af er sambyggður bílskúr byggður 1966 sem nú er innréttaður sem studio íbúð 27 fm. 

Húsið stendur á einstökum stað með miklu útsýni yfir Brákareyjar og út á Faxaflóða. Heimreið er steypt og sér bílastæði við húsið. Suður og vestur hlið hússins eru klæddar og þar hefur verið skipt um glugga.

Nánari lýsing:
Húsið skiptist í studio íbúð með eldunaraðstöðu og baðherbergi, forstofu, íbúðarherbergi með eldunaraðstöðu og baðherbergi, 3 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu og sólstofu

Forstofa flísar á gólfi.
Eldhús parket á gólfi ágæt innrétting og borðkrókur. Lítið þvottahús er innaf eldhúsi.
Herbergi með baði og eldunaraðstöðu. Parket á gólfi, baðherbergi með  sturtuklefa og flísar í hólf og gólf og vegghengt salerni.
Svefnherbergi önnur eru 3 með parket á gólfum.
Baðherbergi er flísalagtí hólf og gólf með sturtuklefa.
Stofa parket á gólfi, björt stofa með glæsilegu útsýni. 
Studio íbúð með sérinngangi. Parket á gólfum, lítil eldhúsinnrétting með helluborði og baðherbergi með  vegghengdu salerni og sturtuklefa.
Sólstofa steypt plata og timburgrind. Gler í gluggum, plast í lofti og flísar á gólfi. Gegnið úr sólstofunni út á lóðina.
Lóðin er mjög falleg með stórbrotnu útsýni og er grindverk á klettabrún við fjöruna.

Húsið er mikið endurnýjað að innan svo sem gólfefni böð og innréttingar. 

Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða sem býður upp á mikla möguleika. Stórbrotið Útsýni. Stutt í skóla, íþróttahús og sundlaug.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 78.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 58.800.000 ISK
Brunabótamat 80.460.000 ISK
Stærð 169.2 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 3
Byggingarár 1960
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 12.09.2025