Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir:
Sumarhús frá 1975 til flutnings. Um er að ræða 4 sumarhús, 51.5 fm að stærð. Húsin eru staðsett í frístundabyggðinni við Hreðavatn, 311 Borgarbyggð og seljast í núverandi ástandi. Innbú fylgir ekki með, en sólpallar og heitir pottar við húsin geta fylgt með ef þess er óskað.
Húsin sem um ræðir eru á lóðunum Hreðavatn 21, Hreðavatn 22, Hreðavatn 23 og Hreðavatn 24.
Kaupandi sér um að losa hús og pall af núverandi undirstöðum og fjarlægja af svæðinu. Húsin eru timburhús á járnbitum sem hvíla á steyptum súlum, kynt með hitaveitu í lokuðu kerfi.
Húsin skiptast í forstofu, 3 svefnherbergi, baðherbergi og alrými sem samanstendur af eldhúsi og stofu. Gengið er úr stofu út á sólpall.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
| Tegund | Sumarhús |
| Verð | 0 ISK |
| Áhvílandi | 0 ISK |
| Fasteignamat | 0 ISK |
| Brunabótamat | 0 ISK |
| Stærð | 51.5 fermetrar |
| Herbergi | 4 |
| Svefnherbergi | 3 |
| Baðherbergi | 1 |
| Byggingarár | 1975 |
| Lyfta | Nei |
| Bílskúr | Nei |
| Garður | Nei |
| Skráð | 11.11.2025 |


































