Fossatúnsland Birkilundur

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Fossatúnsland Birkilundur, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða lítinn sumarbústað samtals 24,4 fm. að stærð ásamt 4,4 fm geymsluskúr. Húsið stendur á 5.612 fm eignarlóð úr landi Fossatúns, sem er utan skipulagðrar frístundabyggðar. Vilyrði er fyrir allt að 250fmtr byggingarmagni að sögn seljanda, örstutt frá Höfuðborgarsvæðinu.

Nánari lýsing:    
Sumarbústaðurinn hefur mikla möguleika og skiptist nú í seturými og svefnrými. Salerni er í viðbygginu með sérinngangi. Húsið er tengt við rafmagn og viðurkennd rotþró er innan lóðar. Rafmagnshitamottur eru undir gólfum. Vatnsból er á lóðarmörkum, það hefur ekki verið verið nýtt undanfarin ár en möguleiki er á að endurvekja.
 
Lóðin er vel í sveit sett skammt norðan við Lundarreykjadalsveg austan við brúna þegar komið er yfir Grímsá.  Mikill trágróður er á lóðinni bæði á lóðamörkum og einnig er lóðinni skipt í tvennt með runnum og trjám.  Gott útsýni er frá sumarbústaðnum.

Hér er um skemmtilega eignarlóð ræða sem býður upp á mikla möguleika fyrir þá sem vilja vera utan skipulagðra svæða með hús.  Fossatún er miðsvæðis í Borgarfirði og því auðvelt að sækja afþreyingu til allra átta.
 
Möguleiki er á að nýtt færanlegt gróðurhús fylgi með í kaupum og öll húsgögn geta fylgt skv. nánar samkomulagi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 3.800,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 18.800.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 14.750.000 ISK
Brunabótamat 7.980.000 ISK
Stærð 23.4 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 2003
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 24.01.2026