Kálfhólabyggð 28

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Kálfhólabyggð 28 sem er mjög fallegt sumarhús sem stendur á 5.476 fm lóð í landi Stóra-Fjalls og Túns í Borgarfirði. Húsið er skráð 52,4  fm að stærð, ásamt stórum sólpalli og köldum geymslum á sólpalli.  Stakstæð geymsla/smíðahús við sólpall er utan skráðra fm.  Húsið er hitað með varmadælu (loft í loft) en einnig eru veggofnar í öllum rýmun. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.  Húsið stendur sér á hornlóð með góðri innkeyrslu
  
Lóðin er afgirt með járnhliði í innkeyrslu.  Ekið inn á rúmgott malarplan.  Gengið er í húsið af sólpalli.  Húsið, sem er allt  panelklætt að utan og innan, skiptist í forstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og alrými (eldhús/stofa/borðstofa). Gengið er úr stofu út á sólpallinn.  Þar eru 2 kaldar geymslur áfastar húsinu og smíðahús við endann á sólpallinum.  Heitur viðarkyntur pottur er á sólpalli. Stakstæður leikkofi og eldiviðargreymsla er á lóðinn  Hús og lóð er allt einstaklega smekklegt og vandað til verka hvað viðhald og alla umgjörð snertir.

Nánari lýsing:
Forstofa: Með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi: Eru 2 með parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi, sturtuklefi, vaskur og salerni. Tengi er fyrir þvottavél undir vaskborði.
Alrými: Er með parket á gólfum. Tréstigi er úr alrými upp á svefnloftið
Eldhús: Góð innrétting með efri og neðri skápum. Helluborð, bakarofn og pláss  fyrir einfaldan ísskáp.
Stofan: Björt og rúmgóð.  Þar við vegg er afkastamikil kamína til hitunar.  Gengið er úr stofu út á sólpallinn
Svefnloft: Rúmgott og bjart með kvisti
Sólpallur: Er á  tvo vegu með góðum skjólveggjum.  Þar er markísa og fallegur viðarkyntur heitur pottur.  Geymslur og smíðahúsið mynda einni skjól við húsið.

Eigninni er mjög vel við haldð og allar endurbætur vandaðar.  Allt gler hefur verið endurnýjað.  Harðviður er í útihurðum, vatnsbrettum og skjólveggjum.

Húsið stendur á leigulóð og er 50 ára leigusamningur frá 2010 sem nýr eigandi yfirtekur.  Lóðaleiga er aðeins 60.418 kr. fyrir s.l. ár og er félagsgjald sumarhúsafélags, 15.000 kr á ári.
 
Hér er um að ræða mjög fallega eign sem staðsett er skammt frá Borgarnesi og því stutt í alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 36.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 21.000.000 ISK
Brunabótamat 22.500.000 ISK
Stærð 52.4 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1992
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 18.09.2024