Vefarastræti – SELT 11

270 - Mosfellsbær

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:
Vefarastræti 11, 270 Mosfellsbær. Um er að ræða mjög fallega 3 herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi og stæði í bílakjallara í nýlegu fjölbýlishúsi. Íbúðin er 85.2 fm að stærð skv. skráningu HMS.  
Húsið er byggt 2017 og stutt er í skóla og leikskóla.  Sólpallur og stór sameiginlegur garður með leiktækjum.

Nánari lýsing:
Gengið er í forstofu. Þar innaf mynda stofa og eldhús alrými. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi, góð geymsla fyrir miðju og baðherbergi.
Parket var endurnýjað 2021. Fallegt harðparket frá Birgisson er á öllum gólfum fyrir utan forstofu og baðherbergi.

Forstofa: Flísar á gólfi, góðir fataskápur
Eldhús og stofa: Eldhús og stofa er opið rými. Falleg eldhúsinnrétting með góðum tækjum.
Herbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðum skápum.  Barnaherbergi með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, walk-in sturta, vegghengt salerni, góð innrétting og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Er innan íbúðar með stórum búrskáp.
Bílakjallari: Stæði í bílgeymslu fylgir eigninni.
Hjóla- og kerrugeymsla: Er í stakstæðri byggingu á lóðinni.
Verönd: Snýr mót suðvestri. Gengið er út á sólpall með skjólveggjum úr stofu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 69.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 63.300.000 ISK
Brunabótamat 56.000.000 ISK
Stærð 85.2 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 2017
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 05.10.2024