Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu:
Hvammstangabraut 31. Um er að ræða reisulegt, steinsteypt einbýlishús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr. Eignin er 217,2 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS. Þar af er bílskúr 38,2 fm.
Nánari lýsing:
Góð aðkoma er að húsinu, steyptar stéttar og bílaplan.
Neðri hæðin skiptist í forstofu, þvottahús, baðherbergi, sjónvarpsherbergi, geymslur, þvottahús og bílskúr. Innangengt er úr þvottahúsi í bílskúrinn.
Gengið er upp stiga á efri hæð eignarinnar. Þar eru rúmgóðir fataskápar á stigapalli. Hæðin skiptist í eldhús, búr, samliggjandi stofu og borðstofu og svefnherbergisálmu með fjórum herbergjum og baðherbergi.
Gengið er úr stofu út á suðursvalir. Áfastur svölum er sólpallur með skjólveggum. Undir svölum er köld geymsla fyrir garðáhöld og fleira.
Neðri hæð:
Forstofa er flísalögð.
Þvottahús er rúmgott með flísalagt gólf .
Baðherbergi er flísalagt með salerni, handlaug og sturtu.
Sjónvarpsherbergi er rúmgott með parket á gólfi. Getur nýst sem svefnherbergi.
Geymslur málað gólf og laus teppi.
Bílskúr er rúmgóður með steypt gólf og nýrri innaksturshurð ásamt hillum á veggjum.
Efri hæð:
Stofur eru rúmgóðar með parket á gólfi. Arinn er í stofu og þaðan er gengið út á suðursvalir og sólpallinn. Gott útsýni er úr stofu og borðstofu.
Eldhúsið er parketlagt með góðri innréttingu og borðkrók. Lítið búr er innaf eldhúsi.
Hjónaherbergið er parketlagt með stórum fataskápum fataskápum.
Svefnherbergi eru 3 talsins með parket á gólfum. Skápar í einu herbergi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari og vegghengdu salerni. Hvít innrétting.
Lóðin er vel hirt með grasflöt og trjágróðri. Hellulögð verönd er við suðurhlið hússins.
Eftirfarandi endurbætur hafa verið gerðar á eigninni:
Rafmagn endurnýjað í öllu húsinu og nýtt jarðtengi sett árið 2000. Gluggar endurnýjaðir á suður og vesturhlið hússins. Neysluvatn endurnýjað og settur nýr varmaskiptir. Þak var endurnýjað ásamt einangrun fyrir c.a. 20 árum.
Hér er gott hús sem rúmar stóra fjölskyldu og viðhald með ágætum. Eignin er vel staðsett og stutt í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 8650350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Einbýli |
Verð | 62.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 43.850.000 ISK |
Brunabótamat | 92.350.000 ISK |
Stærð | 217.2 fermetrar |
Herbergi | 7 |
Svefnherbergi | 5 |
Baðherbergi | 2 |
Byggingarár | 1970 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 12.11.2024 |