Vogatunga – SELD 53

270 - Mosfellsbær

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Vogatunga 53, 270 Mosfellsbær.
Um er að ræða afar fallegt og vel staðsett 4 herbergja forsteypt endaraðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, glæsilegt útsýni. Eignin er samtals 236,7 fm að stærð samkvæmt skráningu FMR. Þar af er bílskúr 37.7 fm. Búið er að útbúa aukaíbúð á neðri hæð u.þ.b. 37 fm að stærð. Aðal íbúðin skiptist í forstofu, hol, 3 svefnherbergi, eldhús, borðstofu og baðherbergi. Íbúð með sérinngang á neðri hæð skiptist í forstofu, gang, 2 herberbergi, og baðherbergi. 
Svalir og sólpallur. Hiti er í öllum gólfum og snjóbræðsla í bílaplani.
Húsið stendur á skemmtilegum útsýnisstað við útivistarsvæði, göngustíga og fallega tjörn. 

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Nánari lýsing: 
Aukin lofthæð er á 2 hæð aðal íbúðar og loft er upptekið, sem setur skemmtilegan svip á öll rými.  
Gengið er úr forstofu inn í hol en þaðan liggur steyptur stigi upp á 2 hæðina. Eldhús, borðstofa og stofa mynda alrými. Vinilparket er á öllum gólfum nema votrýmum og bílskúr.

1.hæð: 
Forstofa: rúmgóð með góðum innbyggðum fataskápum. 
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn úr forstofu. Rafdrifin hurð. Epoxy á gólfi, heitt og kalt vatn. Tengi fyrir þvottavél.
Hol: Þar innaf er stórt og bjart svefnherbergi. Steyptur teppalagður stigi með járnhandriði liggur úr holinu upp á aðra hæð. Gengt er úr holi út á sólpall.
 
2 hæð:
Eldhús: Falleg og vönduð hvít sprautulökkuð eldhúsinnrétting með með miklu skápaplássi.  U laga innrétting og eru skápar í skenknum á báða vegu. Tvöfaldur bakarofn og helluborð eru í innréttingunni. Innbyggð ljós í lofti.
Stofa og borðstofa er rúmgóð og björt með góðu útsýni. Þaðan er gengt út á suðvestursvalir. Þakskyggni er yfir svölunum.
Baðherbergi:  Flísalagt í hólf og gólf.  Upphengt salerni, baðkar og sturta með innfelldum sturtutækjum.  Hvít innrétting með speglaskápum, handklæðaofn.
Svefnherbergi á hæðinni eru 2 bæði rúmgóð og björt.
 
Auka íbúð 37.1 fm.
Gengið er af lóð inn í forstofu (þvottahús á teikningu.)
Þar innaf  á gangi:

Herbergi eru 2, sprautulakkaðir hvítir skápar í öðru herberginu.
Baðherbergi Flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, sturta og hvít innrétting.
Vinilparket er á gólfum utan votrýmis.

Mjög auðvelt er að fjarlægja léttan vegghluta milli íbúða og gera þar með eina íbúð í öllu húsinu með 5 svefnherbergjum, þvottahúsi og tveimur baðherbergjum.
 
Lóðin er fullfrágengin með hellulagðri innkeyrslu og snjóbræðslu. Á baklóð er sólpallur við húsið móti suðaustri og stórt gróið opið svæði. 

Hér er um einstaklega vel staðsetta, fallega og vandaða eign að ræða í vinsælu hverfi þar þar sem borg og sveit mætast. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 108.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 84.600.000 ISK
Brunabótamat 84.780.000 ISK
Stærð 236.70000076294 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 2019
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 19.07.2021