Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir:
Jörðina Háreksstaði Borgarbyggð. Um er að ræða landmikla jörð í sunnanverðum Norðurárdal.
Jörðin Háreksstaðir er landnámsjörð, 693 ha að stærð samkvæmt skráningu Nytjalands. Aðliggjandi jarðir eru Hvammur, Krókur, Lundur, Hermundarstaðir og Hóll. Mikið og fallegt gil sem nefnist Arnargil er á merkjum Hóls og Háreksstaða sem ræður merkjum frá ósi allt í Norðurá. Liggja síðan merkin um Norðurá móti Hvammi í Snagafit en þaðan eru merkin móti Krók til fjalls. Austan Arnargils er mikið fjalllendi og þar er m.a. Fiskivatn sem jörðin á hlutdeild í. Með Norðurá er allmikið undirlendi, fitjar, sem voru aðal slægjulönd jarðarinnar. Jörðinni fylgir veiðiréttur í Norðurá.
Enginn húsakostur er á jörðinni. Undanskilið sölunni er 11 ha spilda ofan vegar nefnt Háreksstaðaland ásamt íbúðarhúsi og útihúsum sem á henni standa. Þá er einnig undanskilið sumarhúsið Beinhóll ásamt 10.576 m2 lóð úr landi jarðarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.
Eigindi eignar
Tegund | Jörð/Lóð |
Verð | 49.900.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 13.850.000 ISK |
Brunabótamat | 0 ISK |
Stærð | 340000 fermetrar |
Herbergi | 0 |
Svefnherbergi | 0 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 0 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 26.07.2021 |