Stöðulsholt – SELD 16

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Stöðulsholt 16, 310 Borgarnes.
Um er að ræða nýlegt og vel staðsett parhús á einni hæð með vel búnum, innbyggðum bílskúr. Eignin er samtals 149,7 fm að stærð skv. skráningu FMR, þar af er bílskúr 29.8 fm.  Loft eru upptekin með þakhalla.  Hiti í gólfum í íbúð og bílskúr. Öll gólf eru flísalögð og innihurðir yfirfelldar. Varmaskiptir fyrir neysluvatn.

Nánari lýsing:
Gengið er í forstofu, inn af forstofu er skáli, þar á hægri hönd er svefnherbergi, eldhús og búr er þar á vinstri hönd. Úr skála er gengið í þvottahús, þaðan er innangengt í bílskúr. Innaf skála er annarsvegar ítill gangur þar sem er svefnherbergi og baðherbergi og hinsvegar sjónvarpshol og rúmgóð stofa. Úr stofu er gengið um svalahurð út á sólpall.  Á sólpalli er stakstæð geymsla.
 
Anddyri  flísar á gólfi, fataskápur.
Skáli flísalagt gólf.
Hol er flísalagt með setukrók
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf.  Upphengt salerni, góð innrétting og sturta.
Svefnherbergi, flísar á gólfum og góðir fataskápar.
Eldhús, flísar á gólfi og góð innrétting.  Innbyggð uppþvottavél, helluborð og háfur.
Stofa er björt og rúmgóð með flísalögðu gólfi.  Úr stofu er gengt út á sólpall.
Þvottahús, flísar á gólfi og veggjum, rúmgóð innrétting fyrir þvottavél, og þurrkara.  Geymsluloft er yfir þvottahúsinu.
Bílskúr er sambyggður húsinu. Góð lofthæð. Rafdrifin hurð með öflugum mótor. Gólf er steypt, flísar eru keyptar og fylgja.  Glussadrifin bílalyfta lyftigeta 3.5 t er innbyggð í gólfið fylgir ásamt öðrum veggföstum búnaði. Verkfæraskápar og vinnuborð.

Sólpallur er á baklóð mót suðri með skjólveggjum. Óbein lýsing. Pallurinn er vel viðaður og á steyptum stöplum.
Geymsla á sólpalli 14.4 fm timburbygging með hellulagt gólf, raflýsing.
 
Áhugaverð og vel um gengin eign með draumabílskúrinn fyrir dellukarlinn.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 52.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 40.600.000 ISK
Brunabótamat 54.130.000 ISK
Stærð 149.69999923706 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 12.08.2021