Lýsing eignar
Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Arnarklettur 30.
Um er að ræða mjög góða endaíbúð á 3. hæð í forsteyptu fjölbýlishúsi. Íbúðin er 108,6 fm að stærð skv. skráningu FMR, þar af er geymsla 7 fm. Sér inngangur, stórar suðvestur svalir og lyfta. Sér geymsla og sameiginleg hjóla og vagnageymsla fylgir íbúðinni. Bílastæði eru malbikuð og lóðin frágengin með grasflöt.
Íbúðin skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu, baðherbergi og þvottahús.
Nánari lýsing:
Gengið er upp utanáliggjandi stigagang að íbúðinni.
Úr forstofu er gengið inn á breiðan gang. Af ganginum er gengið í svefnherbergin, baðherbergi og þvottahúsið. Stofa og borðstofa mynda alrými. Allar innihurðir eru yfirfelldar.
Forstofa: er rúmgóð með flísum á gólfi, fataskáp og fatahengi.
Eldhús: Góð innrétting eik. Lítil eyja með barborði með sæti fyrir 2. Parket á gólfi
Stofa og borðstofa: er björt og rúmgóð, parket á gólfum. Úr stofu er gengt út á svalir sem snúa mót suðvestri.
Baðherbergi: er allt nýuppgert, flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting, upphengt salerni og sturta.
Svefnherbergi: eru öll með fataskápum og parket á gólfum.
Þvottahús: opnanlegur gluggi og gólf er flísalagt.
Hér er um vel staðsetta eign að ræða í eftirsóttu lyftuhúsi í barnvænu umhverfi.
Bókið skoðun hjá Þórarni á netfang thorarinn@fastnes.is eða í síma 865-0350.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 39.200.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 32.050.000 ISK |
Brunabótamat | 44.350.000 ISK |
Stærð | 108.6 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 2007 |
Lyfta | Já |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 23.08.2021 |