Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Dalflöt 3, 320 Reykholt Borgarfirði.
Um er að ræða lítið sumarhús úr timbri á steyptum stöplum 33.0 fm. að stærð samkvæmt skráningu FMR, byggt árið árið 1991. Húsið stendur á 4,300 fm eignarlóð úr landi Fljótstungu í Hvítársíðu. Húsið er panelklætt og kynnt með rafmagni. Tvö svefnherbergi eru í bústaðnum.
Nánari lýsing:
Gengið er af sólpalli inn í alrými sem er lítil setustofu og eldhús. Korkflísar eru á gólfi. Eldhús er inn af setustofu með viðarinnréttingu. Svefnherbergi eru með korkflísum á gólfi. Salerni er með vaski og sturtu, korkflísar á gólfi .
Rúmgóður sólpallur með skjólveggjum mót suðri er við bústaðinn, þar er áhaldageymsla. Einnig er á lóðinni skemmtilegt sérstætt garðhús.
Lóðin er mjög falleg, vaxin trjám og vel hirt. Um lóðina liggja göngustígar lagðir trjákurli. Gróður er fjölbreyttur og þar má meðal annars finna bláberjalyng.
Húsinu er vel við haldið, sólpallur og þak nýmálað.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 17.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 10.300.000 ISK |
Brunabótamat | 12.650.000 ISK |
Stærð | 33 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 1991 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 25.08.2021 |