Helluskógur 24

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:
Helluskógur 24 311 Borgarbyggð, sumarhús í landi Jarðlangsstaða. Sumarhúsabyggðin í Jarðlangsstaðalandi er eftirsótt frístundahúsahverfi skammt  við Langá aðeins í um 10 mín. akstur frá Borgarnesi.
Um er að ræða sumarhús, 67.8 fm að stærð samkvæmt skráningu FMR. sem stendur á 5.250 fm eignarlóð.
Húsið er panelklætt á steyptum stöplum. Húsið var stækkað 2014, viðbygging teiknuð af Artik ehf. Þá hefur eldri hluti hússins verið endurnýjaður að hluta undanfarin ár.  Sólpallur og sambyggð geymsla. Húsið er hitað með rafmagni.

Nánari lýsing:
Húsið er klætt panel að innan.
Forstofa er með með fatahengi, parket á gólfi. Inn af forstofu er baðherbergi, sturta, vaskur og upphengt salerni.  Stofa og eldhús mynda rúmgott alrými. Parket á gólfum. Viðarinnrétting er í eldhúsi. Þar er eldavél með bakarofni. 3 rúmgóð svefnhergbergi með parket á gólfum, fataskápar eru í stærsta herberginu. 
Sólpallur er með 3 hliðum hússin en er ófrágenginn við nýbygginguna. Geymsla opnast út á sólpallinn. Þá eru leiktæki á lóðinni og stakstæður pallur með körfuboltaspjaldi.  

Húsið er mikið endurnýað s.s. Þakefni, útihurð og gluggar. Nýtt plastparket er á öllum gólfum. Nýleg viðbygging er ekki að fullu frágengin. Eftir er að klæða loft að hluta með panel. Þá er þakkantur á nýbyggingu ófrágenginn.

Lóðin er skjólsæl og gróin.

Hér er um áhugaverða eign að ræða sem býður upp á mikla möguleika.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 23.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 17.700.000 ISK
Brunabótamat 13.050.000 ISK
Stærð 67.8 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1997
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 25.08.2021