Hótel Hvammstangi

530 - Hvammstangi

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir til sölu:

Hótel Hvammstangi, Norðurbraut 1, á Hvammstanga.  Um er að ræða vel staðsett hótel miðsvæðis á Hvammstanga með 11 herbergjum. Herbergin hafa öll verið endurnýjuð síðustu ár og eru öll með sér baðherbergi með sturtu.  

Nánari lýsing
Húsið er byggt 1986 og er 338 fm að stærð samkvæmt skráningu FMR.  Komið er inn í flísalagt fordyri, þar inn af er gestamótaka. Lítið eldhús fyrir morgunmat. Borðsalur þar sem einnig er eldunaraðstaða fyrir gesti og setustofa.  Borðsalurinn tekur 25-30 manns í sæti. Úr borðsal er gengið út á rúmgóða verönd með skjólveggjum.
Parket er á gólfum á setustofu, borðsal, gestamóttöku, bar og eldhúsi. Hótelherbergin eru á gangi inn af gestamóttöku, öll með sér baði. 2ja manna herbergi eru átta, tvö eins manns herbergi og eitt 3ja manna herbergi. Herbergin voru endurnýjuð 2017 og eru með harðparket á gólfum og epoxy á baðherbergjum.
Þvottahús, geymsla og lín er á herbergjagangi.

Hvammstangi er vaxandi ferðamannastaður með vinsælum veitingastöðum og Selasetrið dregur að ferðamenn. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Atvinnuhús
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 33.590.000 ISK
Brunabótamat 164.050.000 ISK
Stærð 337.9 fermetrar
Herbergi 13
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 1985
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 21.06.2022