Stöðulsholt – SELD 31

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu:

Stöðulsholt 31, 310 Borgarnes. Vel staðsett 170 fm einbýlishús í grónu hverfi, afhendist sparslað og málað að innan eina umferð með vinnulýsingu í rýmum. Pallaefni úr lerki að verðmæti kr. 1.000.000.- fylgir með.
4 svefnherbergja hús og val um að hafa eitt eða tvö salerni, búið er að gera ráð fyrir salerni inní þvottahúsi.

Eignin skiptist í anddyri, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr, geymslu og rúmgott alrými sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu. Mögulegt er að bæta salerni við inn í þvottahúsi.
Afhendingartími er áætlaður í lok árs 2022.

Myndir eru innan úr húsinu Stöðulsholt 33 sem er eins hús í byggingu sama aðila.

Komið er inn í rúmgóða forstofu. Inn af forstofu er stofa og eldhús með upplyftum loftum, góðum gluggum og góðu útsýni. Stofa og eldhús eru í björtu alrým með útgengi í garð/pall. Eldhús er sérlega rúmgott, gert ráð fyrir góðu skápaplássi og eyju. 4 svefnherbergi eru í húsinu, eitt forstofuherbergi, rúmgott hjónaherbergi og tvö herbergi á gangi. Rúmgott baðherbergi er á svefnherbergisgangi. Þvottahús er næst bílskúr. Innan gengt er í bílskúr en inn af honum  er lokuð geymsla. Þægilegt skipulag og góð hönnun þar sem fermetrarnir nýtast vel. Bílskúr er rúmgóður 24.6 fm. með sjálfvirkri hurðaopnun á bílskúrshurð.

Um er að ræða timburhús á steyptum grunni.  Það er klætt að utan með lituðu báruáli, þak með lituðu stáli og með góðum þakhalla sem hentar vel íslensku veðurfari. Þakkantur -rennur og niðurfallsrör smekklega frá gengin. Gráir litatónar á þaki, rústrautt báruál og lerki undir gluggum. Garð-, úti- og bílskúrshurðir frágengnar. Gluggar og hurðir eru timbur/ál og allt ytra byrði því viðhaldslétt. 

Húsið afhendist á byggingarstigi 5 sbr. ÍST 51:2001, án gólfefna, innréttinga, flísa, innihurða og án hreinlætis- og eldhústækja. Steingólf eru ómeðhöndluð. Milli veggir eru komnir upp; trégrind, krossviðar- og loks gifs á veggjum.  Húsið er afhent með vatnslögnum og affalls lögnum baðherbergja, eldhúss, þvottahúss og bílskúrs. Kranar og stútar komnir í veggi til að tengja neysluvatn og vaska og niðurföll komin. Hitalagnir eru í gólfum og hitastýringakerfi uppsett og hiti á húsinu. Rafmagnsinntak komið. Rafmagnsrör og dósir í veggjum og loftum samkvæmt teikningu.

Lóð og bílastæði grófjöfnuð. Áætlanir gera ráð fyrir afhendingu í september n.k. eða eftir nánara samkomulagi.
Gatnagerðargjald er greitt, sem og inntaksgjöld fyrir rafmagn, kalt vatn og heitt vatn.  Kaupandi greiðir skipulagsgjald til hins opinbera af eigninni 0.3 % af brunabótamati þegar endanlegt brunabótamat liggur fyrir.

Stutt að sjónum og ósnortna náttúru. Fallegar gönguleiðir – skóli, leikskóli og þjónusta í næsta nágrenni í þessu vinsæla og vaxandi bæjarfélagi í Borgarnesi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 63.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 6.100.000 ISK
Brunabótamat 0 ISK
Stærð 170 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 27.06.2022