Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Berugata 7, 310 Borgarnes.
Um er að ræða íbúð með sérinngangi á á annarri hæð í fjórbýlishúsi. Eignin er samtals skráð 95,3 fmskv. FMR
Nánari lýsing:
Íbúðin er á 2 hæðum og er efri hæðin skráð sem 13,7 fm séríbúð í risi.
Neðri hæðin
Skiptist í forstofu, gang, stofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús og geymslu
Plastparket er á á gólfum nema á forstofu og baðherbergi en þar eru flísar.
Eldri innrétting í eldhúsi.
Gengið er upp tröppur úr forstofu upp á efri hæð.
Þar er eitt herbergi, geymsla undir súð og sameiginlegt þvottahús með íbúð í hinum enda hússins.
Rafmagn er endurnýjað og hitavatnslagnir að hluta og skipt hefur verið um járn á þaki.
Íbúð á friðsælum stað í gamla bænum, í næsta nágrenni við grunnskólann og íþróttamannvirki. Tiltölulega stutt í alla þjónustu.
Íbúðin þarfnast endurnýjunar og er áhugasömum kaupendum bent á að skoða eignina vandlega.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Hæðir |
Verð | 28.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 20.500.000 ISK |
Brunabótamat | 32.350.000 ISK |
Stærð | 95.3 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1949 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 22.07.2022 |