Sóltún – SELD 6

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:                                                                                                                      
Sóltún 6, Hvanneyri, 311 Borgarnes.
Um er að ræða steinsteypt parhús á einni hæð byggt úr forsteyptum einingum, vel staðsett í þéttbýliskjarnanum að Hvanneyri. Húsið er byggt 2005 og er vandað að allri gerð, samtals 160.5 fm samkvæmt skráningu FMR.  Þar af er sambyggður bílskúr 28.6 fm. Frágengin lóð, sólpallur og möl í bílastæði. 
 
Nánari lýsing:

Húsið er einingahús og eru útveggir með dökkri steinaðri áferð, viðarklæðning við inngang. Öll gólf íbúðar eru með hitalögn. Loft eru öll upptekin og setur það skemmtilegan svip á innra rými íbúðarinnar.
Komið er anddyri. Þar innaf er hol. Úr holinu er gengið í 3 svefnherbergi, baðherbergi og Þvottahús.  Inn af holinu er stofa, borðstofa og eldhús aðskilin með léttum vegg að hluta.  Gegnt er úr þvottahúsi í bílskúr sem er sambyggður húsinu.

Anddyri flísar á gólfi.
Hol flísalagt með stórum fataskápum.
Stofa og borðstofa er björt, parket á gólfi  á gólfi. Upptekið loft.  Gengt úr stofu um svalahurð út á sólpall.
Eldhús,upptekið loft yfir eldhúsi, flísar á gólfi.  Rúmgóð viðarinnrétting  með eyju.  Helluborð og skúffur í eyju og rúmgóður borðkrókur þar fyrir framan.
Svefnherbergi eru með parket á gólfi. Skápar í öllum herbergjum. Rúmgóðir skápar í hjónaherbergi.
Baðherbergi  gólf er flísalagt,  sturtu, vegghengt salerni. Góð  innrétting  er á baðinu.
Þvottahús  flísalagt gólf, góð  innrétting og góð vinnuaðstaða. Gengt er úr þvottahúsi í bílskúr.
Bílskúr er sambyggður, flísar á gólfi og hitalögn .  Geymsla er í innri hlutanum og geymsluloft Góð bílskúrshurð á brautum. Gengt út á bílastæði .
Lóðin er frágengin með grasflöt og stórum  sólpalli með skjólveggjum. Bilastæði er malarborið.  Allur frágangu er mjög snyrtilegur

Hér er mjög áhugaverða eign á friðsælum og eftirsóttum stað skammt frá Borgarnesi. Leikskóli og grunnskóli upp að 5. bekk er á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 64.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.500.000 ISK
Brunabótamat 75.250.000 ISK
Stærð 160.50000038147 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2005
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 09.09.2022