Brókarstígur 9

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Brókarstígur 9, 311 Borgarbyggð, um er að ræða nýbyggt og vandað sumarhús á 3.211 fm. leigulóð að Selborgum sem er í skipulagðri frístundabyggð við Brókarvatn aðeins um 11 km akstur frá Borgarnesi. 

Um er að ræða fullbúið 92,2 fm. sumarhús sem skiptist í geymslu, forstofu, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús með salerni, alrými sem samanstendur af stofu, borðstofu og eldhúsi og svefnlofti yfir svefnherbergisálmu.
Harðparket á öllum gólfum utan vínylflísar á votrými. Sólpallur er við húsið með heitum potti og sauna tunnu, útgengt er á pall úr stofu. Aukin lofthæð er yfir stofu.

Húsið var byggt á árið 2022 og afhendist fullbúið með innbúi og öllum tækjum sem eru á staðnum.

Nánari lýsing:
Gengið er inn í anddyri, þar er stigi uppá svefnloft. 
Eldhús, stofa og borðstofa mynda alrými.  Stofan er björt með góðum gluggum. Úr stofunni er gengið út á sólpall við suðurhlið hússins.  Eldhúsið er fullbúið tækjum, helluborði, bakarofni, ísskáp og uppvottavél sem allt fylgir með. 
Svefnherbergin eru rúmgóð og er tvöfalt rúm í báðum herbergjum, fataskápur er í öðru herberginu en kommóða í hinu.
Baðherbergið er vandað með vínylflísum á gólfi og baðplötum á veggjum að hluta. sturtkulefi, baðkar, vegghengt salerni og lítil innrétting með vaski.
Þvottahús er með baðinnréttingu, salerni og tengt fyrir þvottavél og þurrkara og tækin fylgja með.

Öryggishlið (rafmagnshlið) er að hverfinu sem félag sumarhúsa á svæðinu sér um rekstur á.

Helstu rekstrartölur:
Lóðarleiga er 120.000.-
Vatnsgjald á ári er kr. 20.000.- 
Ársgjald í félag sumarbústaðafélag Selborga kr. 12.000.-

Mjög vönduð eign og vel staðstett, stutt í alla þjónustu og afþreyingu í Borgarnesi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
 

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 49.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 1.600.000 ISK
Brunabótamat 0 ISK
Stærð 92.2 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 3
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 09.09.2022