Borgarbraut – SELD 65

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Borgarbraut 65a, 310 Borgarnes, íbúð 305.

Um er að ræða mikið endurnýjaða þjónustuíbúð á þriðju hæð í lyftuhúsi fyrir aldraða (60 ára eða eldri).  Heildarstærð eignarinnar er 81,90 fm skv. skráningu FMR. 

Eignin skiptist í forstofu með fataskáp, baðherbergi með sturtu, stofu og eldhús sem mynda alrými, gott svefnherbergi með innbyggðum fataskápum, minna herbergi með rennihurð fyrir og 4.6 fm geymslu við íbúðina á sameiginlegum gangi á hæðinni. Gengið er úr stofu út á svalir sem vísa í sameiginlegan garð með dvalarheimilinu.

Íbúðin er að mestu nýuppgerð með smekklegum hætti.  Eldhús endurnýjað með sérsmíðaðri fallegri innréttingu og öll tæki ný frá Siemens. Spanhelluborð og uppþvottavél í innréttingu.  Öll gólfefni eru ný. Korkparket með vinilhúð frá Þ. Þorgrímssyni á stofu og herbergjum en heilsoðinn dúkur á baðherbergisgólfi.  Baðherbergið er allt endurnýjað með Fibo plötum á veggjum, vegghengt salerni og sturta með gleri fyrir. Góð innrétting með stæði og lagnir fyrir þvottavél og þurrkara.
Íbúðin er öll nýmáluð, veggir loft og gluggar.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 44.200.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 28.500.000 ISK
Brunabótamat 34.800.000 ISK
Stærð 81.9 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1993
Lyfta
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 14.10.2022