Seljaland

371 - Búðardalur (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu ferðaþjónustubýlið Seljaland í Dalabyggð L137958 ásamt hlunnindum, ræktun og öllum mannvirkjum.  3ja fasa rafmagn á staðnum og sjálfrennandi vatn úr uppsprettu í hlíðinni ofan við bæinn.

Jörðin Seljaland er staðsett innarlega í Hörðudal í um 20 km fjarlægð frá Búðardal.  
Seljaland er talin um 316 ha að stærð. Jörðinni fylgir veiðiréttur í  Hörðudalsá ásamt hlutdeild í nýju veiðihúsi. Ræktað land jarðarinnar er talið 25,2 ha samkvæmt skráningu FMR og eru möguleikar á aukinni túnrækt.  Land jarðarinnar skiptist í undirlendi og fjalllendi sem liggur m.a. að fjalllendi Tungu  og Hrafnabjarga. Hluti Laugardals tilheyrir jörðinni. Gott berjaland er í hlíðinni ofan við bæinn.

Samningar eru um skógrækt við Vesturlandsskóga og hafa nú þegar verið gróðursettar um 140þ trjáplöntur í hliðina ofan við bæinn.

Undanfarin ár hefur verið byggð upp vinsæl ferðaþjónusta á jörðinni. Helmingi fjárhúsa  hefur verið breytt í gistiheimili og þjónustu fyrir ferðamenn. Þar er veitingasalur og veitingaeldhús. Einnig 2 svefnherbergi með sérinngangi, setuskála og baðherbergi hvort um sig. Þá hefur hluta húsanna verið breytt í íbúð. Hluti kjallara hússins hefur verið innréttaður sem gufubað. Þar er sauna, sturta og snyrting. Í kjallaranum er einnig verkstæði og geymslur.

Íbúðarhús jarðarinnar, sem byggt var árið 1903, er einnig nýtt fyrir ferðaþjónustuna. Húsið hefur verið klætt og einangrað að utan ásamt því að þak hefur verið endurnýjað. Við endurbætur á húsinu er þess gætt að varðveita upprunalegt byggingarlag og innviði eins og kostur er.

Þá er járnklætt lítið fjárhús spölkorn frá bænum sem tekur um 30 ær og þar er áfastur hænsnakofi.

Tjaldsvæði hefur verið útbúið í tengslum við ferðaþjónustuna með þjónustuhúsum og tengt vatni og rafmagni. Við tjaldstæðið eru 3 smáhýsi og 2 þjónustuhús með salerni, sturta í öðru húsinu.

Jörðin er án framleiðsluréttar.

Tregasteinn er 30 m hár klettur, frægt og tilkomumikið  kennileiti í Hólsfjalli fyrir ofan bæinn. „Sagan er sú, að kona í Seljalandi var að þvo plögg í læk með reifabarn í vöggu skammt frá, þegar hún heyrir arnsúg og sér að örn hefur klófest barnið og flýgur með það í átt að klettinum. Konan tók sér járnstöng í hönd og kleif upp fjallið að steininum. Þegar þangað kom, sá hún að blóðtaumar láku niður klettinn, og hún sprakk af þreytu og harmi.“(Árni Björnsson).
 
Jörðin Seljaland hefur góða markaðsstöðu sem ferðamannastaður og þar eru mikil tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar.
 
Sjá nánar:
https://www.airbnb.is/rooms/4818441?source_impression_id=p3_1655217989_deQfBU1Wk3QMCUZ8

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 30.676.000 ISK
Brunabótamat 139.374.000 ISK
Stærð 252824.70000339 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 14.10.2022