Lýsing eignar
Nes Fasteignasala kynnir í einkasölu fasteignina Kveldúlfsgötu 28, 310 Borgarnesi.
Um er að ræða mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á annarri hæðí fjölbýlishúsi.
Íbúðin er 74.8, fm að stærð skv. skráningu FMR. Svalir 6.7 fm móti suðri. Að auki er sér geymsla í kjallara.
Nánari lýsing:
Anddyri er flísalagt og teppalagður stigagangur í sameign.
Úr holi er gengið í tvö herbergi, eldhús, baðherbergi og stofu.
Nýtt plastparket er á allri eigninni að baðherberginu undanskyldu.
Eldhúsið er allt nýuppgert með dökkri rúmgóðri innréttingu. Ný tæki, uppþvottavél í innréttingu fylgir.
Baðherbergið er einnig allt nýuppgert með flísum á gólfi og „walk in“ sturtu.
Svefnherbergin eru bæði með nýjum fataskápum..
Stofa er björt og rúmgóð, og þaðan er gengið út á suðursvalir.
Geymsla er í sameign í kjallara, þar er einnig sameiginleg hjóla og vagnageymsla. Þvottahús er í sameign í kjallara með þvottavél til sameiginlegra nota.
Eftirfarandi hefur verið endurnýjað á síðustu árum:
Nýtt gólfefni og gólflistar, nýtt eldhús og skápar í svefnherbergjum, allar hurðir endurnýjaðar og öll íbúðin er nýmáluð. Forhitari er á neysluvatni og neysluvatnslagnir í húsinu nýlega endurnýjaðar.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Fjölbýli |
Verð | 38.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 26.650.000 ISK |
Brunabótamat | 33.100.000 ISK |
Stærð | 74.8 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1977 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 31.12.2022 |