Strýtusel 6

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Strýtusel 6 311 Borgarnes, sumarhús úr landi Eskiholts.

Um er að ræða mjög vandað og mikið endurnýjað sumarhús 80.8 fm að stærð ásamt 12.5 fm geymslu (tækjarými) samtals stærð 93.3 skv. skráningu FMR. sem stendur á 6.980 fm eignalóð, um 10 mín. akstursfjarlægð frá Borgarnesi. 3ja fasa rafmagn og netsamband með örbylgju (Loftljósið). Hleðslustöð fyrir rafbíl er við tækjarými. Húsið stendur hátt og þaðan er mikil fjallasýn.

Nánari lýsing:
Sumarhúsið, sem er fulleinangrað timburhús, skiptist í tvo hluta undir misháum þökum. Undir lægra þakinu er stofa. Undir hærra þakinu á neðri hæð eru eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Á efri hæð er stórt hjónaherbergi með svölum.  Húsið er staðbyggt, klætt að utan með norskum „villmarkspanel“ og hvílir á steyptum sökkulveggjum. Stofa og eldhús mynda alrými en þaðan er gengið um tréstiga upp á efri hæðina.  Stór timburverönd er umhverfis allt húsið. Útilýsing er á þremur hliðum hússins. Að innan er allt húsið klætt hvíttuðum panel. Gólfhiti er á allri neðri hæð en veggofnar í svefnherbergi á efri hæð. Hitakerfið er hringrásarkerfi með frostlegi. Í húsinu er Fibaro stýrikerfi sem gerir kleift að fylgjast með og hækka og lækka hita með farsíma. Auðvelt er að bæta við það myndavélum eða þjófavarnarkerfum (fibaro.com).

Forstofa: flísar á gólfi og fataskápur.
Baðherbergi: flísar á gólfi góð innrétting vegghengt salerni og sturta.
Eldhús: ný rúmgóð og falleg innrétting frá Brúnás. Tæki frá Siemens, spanhelluborð, uppþvottavél og ofn í innréttingu..
Stofa: parket á gólfum, gólfsíðir gluggar og kamína  Gengið úr stofu út á suðurverönd.
Herbergi: parket á gólfum.  Útsýni til norðurs af svölum á efri hæð.
Geymsla: staðbyggt hús aðskilið aðalbyggingunni. Þar er rafmagns og vatnsinntak. Hitatúba og heitavatnstankur eru í geymslunni ásamt tenglum fyrir þvottavél, þurrkara og frysti. Góður frágangur og auðvelt að breyta í gestahús.
Verönd: útdraganlegur skjólveggur (hliðar markísa), vandaður heitur rafmagnspottur keyptur 2017.
 
Miklar endurbætur voru gerðar á húsinu 2015. Skipt um alla glugga og útihurðir. Settir fjórir gólfsíðir gluggar í stofu og í eitt svefnherbergjanna. Gólf voru tekin upp, bætt við einangrun og lagt nýtt gólfhitakerfi (Floré). Skipt var um allar innihurðir og flísalagður inngangur, baðherbergi og undir kamínu. Sett var inn nýtt vegghengt salerni. Önnur gólf lögð með Kährs eikarpaket. 2021 var eldhús endurnýjað bæði innrétting og tæki.
Glæsileg eign, mjög vel staðsett ínnst í botnlangagötu með miklu útsýni. Stutt er í Borgarnes þar sem öll þjónusta er fyrir hendi s.s. verslanir, afþreying ýmisskonar og góð sundlaug.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 49.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 34.100.000 ISK
Brunabótamat 46.940.000 ISK
Stærð 93.3 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2005
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 26.01.2023