Brákarbraut – SELD 11a

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Brákarbraut 11a, 310 Borgarnes, nefnt Suðurklettur. Um er að ræða 61.3 fm, einbýlishús á 597 fm lóð, byggt árið 1950. Húsið Suðurklettur var allt endurnýjað að innan árið 2016.

Eignin hefur verið nýtt til útleigu ásamt eigninni Kaupangi, sjá vefsíðu fyrir eignirnar á vefslóðinni: https://www.borgarnesoceanviewvilla.com/

Gengið er inn í rými sem nýtist bæði sem forstofa, borðstofa og eldhús. Flísar og parket eru á gólfum. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, parketlögð og vaskur í þeim báðum. Baðherbergi er með sturtu, upphengdu salerni, innréttingu og handklæðaofni.
Áfastur húsinu bakatil er geymsluskúr.

Timburpallur er við húsið og liggur timburstígur milli  húsanna Suðurkletts og Kaupangs. Sér bílastæði á efri hluta lóðarinnar við Brákarbraut 11 fylgir eigninni.

Raflagnir, vatnslagnir og skólp hefur allt verið endurnýjað. Húsið var málað að utan 2016. Allar innihurðir endurnýjaðar sem og flestir ofnar.

Notaleg eign á einstakri staðsetningu í Borgarnesi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
 

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 35.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 21.550.000 ISK
Brunabótamat 18.650.000 ISK
Stærð 61.3 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 0
Byggingarár 1950
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 02.02.2023