Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Lækjarhvammur 9, 370 Búðardalur. Einbýlishús á 2 hæðum ásamt bílskúr byggt 1971, 201,3 fm að stærð, þar af er bílskúr 41,3 fm skv. skráningu FMR.
Steypt plan og tröppur eru upp að húsinu. Efri hæð hússins er úr timbri, klædd að utan en neðri hæðin er steinsteypt. Bílskúrinn er steinsteyptur bæði veggir og þak.
Efri hæð:
Forstofa er með teppi á gólfi.
Eldhús er með eldri innréttingu, dúkur á gólfi.
Baðherbergi er nýuppgert með baðkari.
2 svefnherbergi, dúkur og plastparket á gólfum.
Stofur eru parketlagðar. Þaðan er gengið út á sólpall með skjólveggjum og heitum potti.
Neðri hæð:
Gengið er um stiga niður á neðri hæð. Þar er þvottahús, baðherbergi með sturtu, 3 herbergi og geymsla.
Bílskúr er einangraður að innan.
Húsið er kynt með hitaveitu og eru lagnir og ofnar í góðu ásigkomulagi. Varmaskiptir er á neysluvatni. Gluggar í húsinu eru upprunalegir en virðast í sæmilegu ásigkomulagi.
Þakefni hússins var endurnýjað 2007 og sett ný útidyrahurð 2008. Þá hafa baðherbergi verið endurnýjuð 2012 og 2016. Sólpallur og heitur pottur 2019. Ný svalahurð úr stofu út á pall sett 2021.
Skólplagnir myndaðar 2022.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Einbýli |
Verð | 43.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 28.550.000 ISK |
Brunabótamat | 68.600.000 ISK |
Stærð | 201.29999923706 fermetrar |
Herbergi | 6 |
Svefnherbergi | 5 |
Baðherbergi | 2 |
Byggingarár | 1971 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 14.03.2023 |