Reynihraun 7

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Reynihraun 7, Bifröst, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða 2ja herbergja raðhús byggt úr steinsteyptum einingum 42,9 fm að stærð skv. skráningu FMR. byggt árið 2002. Hitaveita er á svæðinu.

Nánari lýsing:
Stofa og eldhús
mynda alrými. Eldhúsinnrétting er L-laga og fylgja tæki af eldri gerði. Baðherbergi er með sturtuklefa og salerni, dúkur er á gólfi og vegg. Skápur er á gangi og þar er einnig tengi fyrir þvottavél. Svefnherbergi er með fataskáp. Öll gólf eru dúklögð.  

Eignin er að mestu leyti upprunaleg og hefur verið nýtt til útleigu fyrir nemendur Háskólans á Bifröst.
 
Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða hvort sem er til heilsársbúsetu eða til frístundanota. Bifröst er í fögru umhverfi.  Óþrjótandi möguleikar eru  til útivistar með vinsælum gönguleiðum að Hreðavatni, á Grábrók og að fossinum Glanna. Margvísleg þjónusta er á svæðinu s.s. leikskóli, hótel með veitingastað, golfvöllur og líkamsræktarstöð.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

 

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 20.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 12.600.000 ISK
Brunabótamat 24.800.000 ISK
Stærð 42.9 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 0
Byggingarár 2001
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 28.03.2023