Básar 5

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Básar 5, nefndur Hraunkot, 311 Borgarbyggð.

Um er að ræða 43 fm sumarhús skv. skráningu FMR á 2.500fm eignarlóð í skipulagðri frístundabyggð í landi Svartagils, byggt árið 1985. 

Húsið skiptist í anddyri, 2 svefnherbergi, baðherbergi með sturtu og alrými sem samanstendur af stofu og eldhúsi. Gengt er út á sólpall úr stofu og anddyri. 

Viðbyggt húsinu eru tvö herbergi með séraðgengi og nýtast sem geymsla og búningsaðstaða fyrir heitapott. Útigeymsla er á baklóð. Þessi rými eru fyrir utan skráða fermetra.

Húsið stendur vel á lóðinni upp við hraunið og fellur vel í landslagið. Glæsilegt útsýni er yfir Norðurá og til Baulu. Heitur pottur er á sólpalli.

Félag sumarhúsaeiganda er á svæðinu, árgjald er kr. 15.000.-

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 29.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 16.950.000 ISK
Brunabótamat 19.100.000 ISK
Stærð 43 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 1985
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 14.04.2023