Réttarholt – SELT 3

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Réttarholt 3 310 Borgarnesi. Um er að ræða gott einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr, byggt 1980.  Húsið er steinsteypt 188,6, fm að stærð skv. skráningu HMS. Þar af er bílskúrinn 48,5 fm. Bílaplan er malarborið og lóðin frágengin með sólpalli og heitum potti.  Frábær staðsetning í botnlanga og rólegu umhverfi. Flísar eru í votrýmum og eldhúsi en eikarparket í öðrum hlutum hússins. Gott skipulag.

Nánari lýsing:
Anddyri er með fatahengi. Þar er gestasalerni á aðra hönd en forstofuherbergi á hina. Úr anddyri er gengið í sjónvarpshol. Þar á vinstri hönd er svefnherbergisgangur sem á eru 3 svefnherbergi og baðherbergi. Á hægri hönd úr sjónvarpsholi eru stofa og eldhús.  Úr eldhúsi er gengið í þvottahús og þaðan innangengt í bílskúr. Loft yfir húsi og bílskúr eru steypt fyrir utan loft í stofu.
 
Anddyri flísar á gólfi og gólfhiti. Gólfefni endurnýjað.
Gestasalerni er flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni og walk-in sturta og smekkleg innrétting.  Allt nýuppgert.
Sjónvarpshol parket á gólfi. Skrifstofuaðstaða í hluta. Teiknað sem herbergi á teikningum, möguleiki á að bæta við herbergi.
Eldhús flísalagt gólf. Hvít rúmgóð innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi og borðkrókur. Helluborð og bakarofn í vegg. 
Þvottahús og geymsla flísalagt gólf og veggir að hluta. 
Stofa: Gengið úr holi eitt þrep niður í stofuna. Stofan er björt og rúmgóð, þaðan er gengið út á sólpall.
Svefnherbergi parket á gólfum og rúmgóðir fataskápar í hjónaherbergi.
Baðherbergi flísar í hólf og gólf. Hvít innrétting, baðkar með sturtuaðstöðu.
Bílskúr er mjög rúmgóður. Gólf er steypt og málað/flísar á hluta. Rafdrifin bílskúrshurð.
 
Lóð er frágengin með grasflöt og hellulögn næst húsinu. Góður sólpallur með skjólvegg og heitum potti.  Skemmtilegt grjótbeð með fánastönd er á flötinni.  Húsið stendur við klettavegg sem bæði veitir skjól og setur einnig skemmtilegan svip á umhverfið.
 
Endurbætur: Anddyri og gestasalerni endurnýjað. Settar 3 nýjar innihurðir yfirfelldar. Skipt um gólfefni á hjónaherbergi og það málað. Farið yfir glugga í húsinu og skipt um gler að hluta. Þá hafa lagnir fyrir neysluvatn verið endurnýjaðar.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 69.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 57.800.000 ISK
Brunabótamat 81.950.000 ISK
Stærð 188.6 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1980
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 15.04.2023