Leirulækjarsel

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu:

Jörðin Leirulækjarsel í Borgarbyggð L135941, ásamt ræktun og mannvirkjum er henni fylgja. 

Um er að ræða lögbýli um 300 ha að stærð án greiðslumarks, bústofns og véla. Ræktað land sem fylgir með í sölunni er um 25 ha. Jörðin er vel í sveit sett aðeins 18 km. í Borgarnes og þangað er ekið mest á bundnu slitlagi. Bæjarstæðið er á klettaás með miklu útsýni. Þaðan sést til Hafnarfjalls og Skarðsheiðar til suðurs og Snæfellsjökuls til norðurs.
Húskakostur á jörðinni er íbúðarhús, vélaskemma, fjós  og hlaða og eldra fjós. Ljósleiðari og þriggja fasa rafmagn er á svæðinu.

Íbúðarhúsið  er byggt 1978, klætt að utan 2006. Það skiptist í forstofu, stofu, eldhús með viðarinnréttingu og búri þar innaf, baðherbergi, 4 svefnherbergi þvottahús, bakinngangur með snyrtingu og geymsla.  Parket og dúkur eru á gólfum en flísar á baðherbergi.
Fjós hlaða og mjólkurhús. Fjósið er með 26 bása byggt 1975. Stíur eru fyrir geldneyti í hluta hússins. Haughús er undir húsinu. Hlaðan er sambyggð
Vélageymsla byggð 1987.  Stálgrindarhús með góðri lofthæð og 2 stórum innakstursdyrum.
Eldra fjós og hlaða með viðbyggðum súrheysturni, eru byggingar sem þarfnast viðhalds.

Einbýlishúsið Blikavatn stendur á sérmetinni lóð á jörðinni og er ekki i í eigu seljanda, möguleiki er á að húsið fáist keypt sé áhugi fyrir hendi.

Jörðin býður upp á mikla möguleika m.a. til hestamennsku, skóræktar eða grænmetisræktar, land jarðarinnar liggur að 3 stöðuvötnum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 46.008.000 ISK
Brunabótamat 191.590.000 ISK
Stærð 380973 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 28.04.2023