Skógar lóð sumarhús

320 - Reykholt (Borgarfirði)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir sumarhús í landi Skóga í Borgarbyggð.
Um er að ræða gott sumarhús í landi Skóga í Flókadal, merkt Skógar lóð í fasteignaskrá, sem byggt var  árið 1993, 42.6 fm að stærð ásamt stakstæðri 12.0 fm geymslu. Samtals stærð 54.6 fm skv. skráningu HMS.
Húsið stendur á 3 ha leigulóð. Húsið er hitað með rafmagni og er neysluvatn tekið úr borholu næst lóðinni. Lóðin er efst í landi Skóga næst landi Hrísa og er ekki hluti af skipulögðu sumarhúsahverfi. Ekki eru önnur sumarhús í nágrenninu.

Nánari lýsing
Húsið er timburhús byggt á steyptum stöpplum með stallað stál á þaki. 
Gengið er inni í forstofu með fatahengi. Þar innaf eru tvö svefnherbergi, skápar í öðru en kojur í hinu. Baðherbergi er með sturtuklefa.  Setustofa og eldhús mynda alrými.  Viðarinnrétting er í eldhúsi ásamt eldavél og ísskáp. Gengið er úr stofu út á sólpall með skjólveggjum. Svefnloft er yfir hluta hússins og er gengið þar upp um stiga af alrými.
Parket er á öllum gólfum í húsinu.
Geymsla er með sérinngang af sólpallinum. Þar er rafmagn og aðstaða fyrir frystikistu. Að auki er gámur stakstæður á lóðinni skráður sem geymsla.

Heitur pottur er á sólpallinum við húsið og leikkofi fyrir börn á lóðinni.
 
Húsið er fallega staðsett á lóð með stóra grasflöt og er lóðin mjög vel gróin með trjám og og öðrum gróðri.
 
Hér er einstakt tækifæri til að eignast sumarhús á stórri lóð í fögru umhverfi í borgfirskri sveit.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 28.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 15.100.000 ISK
Brunabótamat 26.250.000 ISK
Stærð 54.6 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 0
Byggingarár 1993
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 04.05.2023