Helgugata 11

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Helgugötu 11, 310 Borgarnes.
Um er að ræða vel staðsett einbýlishús byggt 1963 með  bílskúr  180,1, fm að stærð skv. skráningu HMS. Þar af er bílskúr 24,8 fm.  Húsið er járnklætt steinhús byggt á 3 pöllum. Bílastæði er steypt.  Frábær staðsetning í næsta nágrenni grunnskólans í Borgarnesi.  Húsið er nú nýtt til útleigu en fer að losna úr leigu, nánari upplýsingar hjá fasteignasala.

Nánari lýsing:
Gengið er upp steyptar tröppur og er anddyri á miðhæðinni. Þar innaf er geymsla á hægri hönd en stofa á vinstri hönd. Parket á gólfi. Gengið er úr stofu út á sólpall með miklu útsýni.  Eldhús er rúmgott með eldri innréttingu. Helluborð og bakarofn í vegg.  Góður borðkrókur.  Gengið er upp parketlagðar tröppur á efstu hæðina.  Þar eru 3 svefnherbergi og baðherbergi.  Af miðjupalli er síðan gengið niður flísalagðar tröppur á 1 hæðina. Þar eru 2 svefnherbergi, snyrting og Þvottahús. Gengt er af hæðinni út á bílastæði
 
Anddyri  flísar á gólfi, fatahengi.
Eldhús, parket á gólfi, eldri innrétting.  Helluborð og bakarofn í innréttingu .
Stofa með parket á gólfum. Innfeld lýsing í lofti.  Úr stofu er mikið útsýni út á Mýrar og Snæfellsnes.
Baðherbergi flísalagt gólf og veggir að hluta.  Hvít innrétting, baðkar.
Svefnherbergi eru 5 með parket á gólfum
Þvottahús steingólf tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
 
Bílskúr er stakstæður með steyptu gólfi.  Framkvæmdir voru hafnar til að breyta honum í leigurými..
 
Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes.  
 
Eign á eftirsóttum stað sem gefur mikla möguleika.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 64.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 49.750.000 ISK
Brunabótamat 71.760.000 ISK
Stærð 180.09999923706 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 1963
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 12.05.2023