Mýrar 0

320 - Reykholt (Borgarfirði)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina Mýrar, 320 Reykholt Borgarfirði.

Einbýlishúsið sem er 146.0 m²  stendur á nýbýlinu Mýrar. L134435 sem er 7.309 fm leiguland. Lóðin er í góðri rækt, skjólgóð með trjágróðri. Jörðinni fylgja hitavatnsréttindi sem nema einum sekúndulíter sbr. lóðarleigusamning dags. 14.05.2003.

Um er að ræða einbýlishús sem byggt var 1964. Húsið er á uppgerðarstigi. Búið er að rífa allt innan úr húsinu fyrir utan milliveggjagrind. Húsið myndi því vera fokhelt. Búið er að skipta um glugga og einangra útveggi og innveggi á einni hlið hússins. Ný svalahurð er komin í stofu. Búið er að steypa upp og flota ásamt því að fræsa gólfhitalagnir í gólf. Klæðning á ytra byrði hússins er orðin léleg og þarfnast endurnýjunar, engin klæðning er á einni hlið. Nýtt bárujárn er á þaki en þarfnast lokafrágangs.

Íbúðin skiptist í anddyri, stofu, borðstofu og eldhús, 4 svefnherbergi og baðherbergi á svefnherbergisgangi, búr og þvottahús. Húsið er hitað með hitaveitu og í því er gólfhitalögn sem á eftir að tengja.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Jörð/Lóð
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 17.735.000 ISK
Brunabótamat 54.500.000 ISK
Stærð 146 fermetrar
Herbergi 0
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 0
Byggingarár 0
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 15.06.2023