Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir í einkasölu eignina:
Jötnagarðsás 31, 311 Borgarbyggð. Um er að ræða glæsilegt og vandað sumarhús ásamt bifreiðageymslu í frístundabyggð úr landi Munaðarness í Borgarfirði.
Húsið, sem er fulleinangrað og nýtist sem heilsárshús, var byggt árið árið 1991 og er 86.3 fm að stærð samkvæmt skráningu HMS. Heildarstærð sumarhúss ásamt bifreiðageymslu er 123,3 fm. Húsin standa á skjólgóðri 5.000 fm eignarlóð. Fagurt útsýni er til suðurs þar sem m.a. Skessuhornið blasir við.
Húsið er timburhús, staðbyggt á sökkulveggjum að hluta en viðbygging er á steyptum grunni. Ytra byrði er klætt með liggjandi panelklæðningu. Innveggir eru klæddir og málaðir og bitar í lofti yfir stofu setja svip á rýmið.
Húsið er tengt hitaveitu og er gólfhiti í hluta þess. Bifreiðageymsla, 37.0 fm að stærð byggð 2013 er stakstæð, bygging á steyptum sökkli klædd með liggjandi báruklæðningu vel einangrað. Stór og rúmgóður sólpallur er við húsin á 2 pöllum með heitum potti. Lóðin er fallega hirt og í góðri rækt Rafmagnshlið lokar veginum að sumarhúsahverfinu en að auki er hlið á heimreiðinni að sumarhúsinu.
Nánari lýsing:
Malarborið bílaplan er við bifreiðageymsluna. Gengið er upp tröppur að sumarhúsinu.
Komið er í forstofu. Þar á hægri hönd er herbergi. Eldhús og stofa mynda alrými og þar innaf er hjónaherbergi. Gott gestaherbergi er síðan með sérinngangi af sólpalli og salerni.
Forstofa flísar á gólfi.
Eldhús góð nýleg innrétting. Uppþvottavél í innréttingu og bakarofn í vegg, ný tæki.
Stofa er björt og þaðan er gengið út á sólpall. Stór fataskápur í holi/borðstofu. Kvistað eikarparket á gólfi í eldhúsi og stofu.
Baðherbergi er flísalagt. Vegghengt salerni og sturtuklefi. Viðarinnrétting við vask.
Svefnherbergi eru tvö í húsinu, öll lögð kvistuðu eikarparketi. Gólfhiti í hjónaherbergi. Gengið er úr hjónaherberginu út á sólpallinn.
Gestaherbergi er rúmgott með sérinngangi af palli, gólfhita og sér baðherbergi.
Bifreiðageymsla er nú nýtt sem hobbý aðstaða fyrir húsbóndann. Þar er salerni, góðar innakstursdyr og hiti í gólfi.
Um Munaðarnes: Svæðið er ein vinsælasta frístundabyggð landsins enda rómað fyrir náttúrufegurð og vel staðsett miðsvæðis í Borgarfirði þaðan sem stutt er í alla þjónustu og afþreyingu sem héraðið hefur uppá að bjóða
Hér er því um fallega og vandaða eign að ræða í rólegu og eftirsóttu umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala, Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 70.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 36.650.000 ISK |
Brunabótamat | 60.050.000 ISK |
Stærð | 123.30000152588 fermetrar |
Herbergi | 4 |
Svefnherbergi | 3 |
Baðherbergi | 2 |
Byggingarár | 1991 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 19.07.2023 |