Jötnagarðsás 61

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Jötnagarðsás 61, 311 Borgarbyggð
Um er að ræða vel byggt og fallegt sumarhús ásamt gestahúsi á eignarlóð í frístundabyggð úr landi Munaðarness í Borgarfirði.  Hverfinu er lokað með rafmagnshliði. Sumarhúsið er 61,7 fm og gestahúsið er skráð 12,6 fm að stærð, (raunstærð gestahússins er þó nær 16 fm skv. upplýsingum frá seljanda). Samtals stærð er því 74,3 fm skv. skráningu HMS. bæði staðbyggð með steyptum sökklum og gólfplötu.  Húsin voru byggð árið 2003 og standa á 4295 fm eignarlóð.  Húsið er tengt hitaveitu.  Stór sólpallur er við húsin ásamt kaldri geymslu.

Nánari lýsing:
Heimreið og bílaplan er malarborið. Hlið er á heimreiðinni að húsinu.  Gengið er af sólpallinum inn í forstofu.  Þar er fatahengi og rúmgóðir fataskápar.  Þar innaf á forstofuganginum eru 2 svefnherbergi og baðherbergi.  Eldhús og stofa mynda alrými. Stofan er björt og rúmgóð og þaðan er gengið úr á sólpall.  Húsið er klætt grenipanel að innan að hluta en hurðir og gluggar eru harðviður, Oregon Pine.

Forstofa flísar á gólfi með hitalögn.
Eldhús góð  innrétting með lítilli eyju. Helluborð, uppþvottavél í innréttingu og bakarofn í vegg. Gólf er flísalagt með hitalögn.
Stofa er björt og þaðan er gengið út á sólpall.  Flísar á gólfi með hitalögn.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Innrétting við vask, vegghengt salerni og sturta. Hiti í gólfi.
Svefnherbergi eru tvö. Parket á gólfum og skápar í hjónahergbergi.
Gesthús ásamt sér snyrtingu er panelklætt með flísar á gólfi.  
Sólpallur með húsinu á þremur hliðum
 
Um Munaðarnes:  Svæðið er ein vinsælasta frístundabyggð landsins enda rómað fyrir náttúrufegurð og  vel staðsett miðsvæðis í Borgarfirði þaðan sem stutt er í alla þjónustu og afþreyingu sem héraðið hefur uppá að bjóða
 
Hér er falleg, vel um gengin  og vönduð eign í rólegu og eftirsóttu umhverfi.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Sumarhús
Verð 53.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 29.800.000 ISK
Brunabótamat 38.690.000 ISK
Stærð 74.30000038147 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 2003
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 31.07.2023