Árberg 3

320 - Reykholt (Borgarfirði)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Árberg 3, Kleppjárnsreykjum, 320 Reykholt Borgarfirði.
Um er að ræða 5 herbergja parhús á einni hæp byggt úr timbri árið 1996. Eignin er skráð 115.2 fm skv. fasteignaskrá HMS. 

Nánari lýsing
Forstofa er með fataskáp og flísum á gólfi.
Stofa, borðstofa og eldhús mynda alrými. Upptekið loft er í alrými. Rúmgóð eldri eldhúsinnrétting. Gengt er úr stofu út á lóð.
Fjögur svefnherbergi, rúmgóður fataskápur í einu herbergja og stór skápur á vegg í hjónaherbergi.
Baðherbergi með dúk á gólfi, baðkari, sturtuklefa og rúmgóðri innréttingu.
Þvottahús með vaskaborði og hillum, dúkur á gólfi.

Um er að ræða vel skipulagða og fjölskylduvæna eign í rólegu hverfi á Kleppjárnsreykjum með góðu útsýni. Stutt í skóla og leikskóla.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

 

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 42.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 23.600.000 ISK
Brunabótamat 52.550.000 ISK
Stærð 115.2 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1996
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 23.08.2023