Lýsing eignar
Nes fasteignasala kynnir eignina:
Berugata 14, miðjuraðhús á einni hæð ásamt sambyggðri bifreiðageymslu. Eignin er skráð samtals 132.5 fm samkvæmt FMR en þar af er Íbúðin 109.3 fm og bifreiðageymsla 23.2 fm. Íbúðin er vel staðsett í hjarta bæjarins með fallegu útsýni út á Faxaflóann.
Nánari lýsing
Forstofa er flísalögð með fatahengi. Þar er gengið í rúmgott svefnherbergi á hægri hönd en þvottahús til vinstri sem nú er nýtt sem geymla, búið er að gera aðgengi inn í bílskúr úr forstofu. Úr forstofu er gengið inn á gang. Þar er baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, málaðar flísar, baðkar með sturtu og góð innrétting. Á ganginum er svefnherbergi með glugga sem visar inn í stofuna. Stofa og eldhús mynda bjart alrými. Eldhús er með góðri innréttingu og miklu vinnuplássi. Búr er inn af eldhúsi. Öll gólf íbúðarinnar eru flísalögð. Svalir eru yfirbyggðar og var íbúðin stækkuð sem því nemu
Áhugaverð eign á efrtirsóttum stað, stutt í alla þjónustu.
Nýtt þak á járni, þakkantur endurnýjaður að hluta. Svefnherbergisgluggi er upprunalegur. Bílskúrshurðin var fjarlægð og timburveggur settur í staðinn, möguleiki er á að útbúa íverurými í bílskúr. Eldhúsinnrétting hefur verið endurnýjuð að hluta og var skeytt við hana svo vinnurými stækkaði til muna.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.
Eigindi eignar
Tegund | Par/Raðhús |
Verð | 47.000.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 39.850.000 ISK |
Brunabótamat | 48.270.000 ISK |
Stærð | 132.50000076294 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 0 |
Byggingarár | 1977 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Já |
Garður | Nei |
Skráð | 16.10.2023 |