Lýsing eignar
Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Þverásbyggð 28, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða 48.4 fm fm sumarhús byggt 1980 ásamt 14 fm baðhúsi sem stendur á 18.000 fm leigulóð skv. skráningu HMS. Húsið er úr timbri og klætt timburklæðningu að utan. Húsið er kynt með rafmagni.
Sumarhúsabyggðin í Stóra-Fjalli er í gamalgrónu sumarhúsahverfi skammt norður af Borgarnesi.
Húsið skiptist í forstofu, baðherbergi, seturými með eldhúskrók og 2 herbergi. Annað herbergið er opið en rennihurð er fyrir hinu. Sólstofa er áföst húsinu en þarfnast viðhalds/endurnýjunar.
Sólpallur er við húsið á 2 pöllum og er efri pallurinn orðinn lélegur.
Veggir eru klæddir masonite plötum og gólfefni (parket) og einangrun er allt endurnýjað sem og allar vatnslagnir. Þak hússins sýnist í lagi en þarfnast málningar. Þakkantur orðinn lélegur og hluti tréverks farinn að fúna.
Á lóðinni er stakstætt timburhús 14 fm, merkt Þverásbyggð 28a, sem byggt var sem baðhús árið 1996 en nú nýtt sem gestahús. Ekki er lagt rafmagn að húsinu, klára þarf lokafrágang.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Eigindi eignar
Tegund | Sumarhús |
Verð | 22.500.000 ISK |
Áhvílandi | 0 ISK |
Fasteignamat | 24.200.000 ISK |
Brunabótamat | 23.100.000 ISK |
Stærð | 62.4 fermetrar |
Herbergi | 3 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1980 |
Lyfta | Nei |
Bílskúr | Nei |
Garður | Nei |
Skráð | 08.11.2023 |