Brákarbraut – SELD 4

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Brákarbraut 4, 310 Borgarnes. Um er að ræða 4 herbergja íbúð á tveimur hæðum á vinsælum stað í neðri bænum. Eignin er samtals 149,1 fm að stærð skv. skráningu FMR. Á 2. hæð sem er 85,3 fm að stærð, er anddyri, rúmgott baðherbergi, alrými sem samanstendur af eldhúsi og stofu og svefnherbergi. á 3. hæð sem er 71 fm að stærð eru 2 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og leikrými / sjónvarpshol. Sérgeymsla á jarðhæð 7,3 fm að stærð fylgir íbúðinni og er inní skráðum fm.

Íbúðin er nýmáluð og búið er að slípa upp og pússa parket á neðri hæð. 

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Neðri hæð:
Gengið er inn í anddyri með flísum á gólfi og fataskáp. Innaf anddyri er baðherbergi með salerni og sturtu. Úr anddyri er gengið í alrými sem samanstendur af eldhúsi og rúmgóðri stofu, parket á gólfi. Gengið er út á svalir úr stofu. Rúmgott svefnherbergi er á hæðinni með parketi á gólfi og rúmgóðum fataskáp.

Efri Hæð:
Gengið er upp parketlagðan stiga á efri hæð. Hæðin skiptist í hol þar sem eru 2 björt svefnherbergi bæði með fataskáp og þakgluggum og baðherbergi með þvottaaðstöðu. Innaf holi er leikrými / sjónvarpshol með útgengi á svalir. Parket er á öllum gólfum efri hæðar fyrir utan votrými en þar er flísalagt í hólf og gólf. 

Rúmgóð og björt eign á vinsælum stað í neðri hluta Borgarness. 

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

 

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 69.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 48.250.000 ISK
Brunabótamat 83.050.000 ISK
Stærð 149.1 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 2
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 27.12.2023