Suðurgata 96

300 - Akranes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Suðurgötu 96 Akranesi sem er glæsileg ný íbúð í tvíbýli miðsvæðis  á Akranesi.
Um er að ræða neðri hæð með sérinngangi, 128,1 fm að stærð í tvíbýli. Íbúðin er 4ja herbergja, vel skipulögð og efni og frágangur með vönduðum hætti. 
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum og klætt að hluta með standandi lerkiklæðningu, sem setur skemmtilegan svip á eignina. Gluggar og hurðir eru ál/tré frá Kambur byggingavörur og innihurðir frá Byko. Gólfefni er, parket frá Húsasmiðjunni og flísar frá Áflaborg.  Allar innréttingar eru frá HTH. Eignin er með gólfhita. Parket er á gólfum utan flísa í votrýmum Bílastæði eru hellulögð með hitalögn.

Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús og stofa mynda alrými, 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi og þvottaherbergi. Inntaksrými með sérinngangi er í sameign.

Anddyri: Flísar á gólfi, rúmgóðir hvítir fataskápar.
Barnaherbergi: Ágæt herbergi 2 talsins með parket á gólfi og hvítum fataskápum.
Hjónaherbergi: Er rúmgott með parket á gólfi og stórum fataskápum. Sérbaðherbergi er þar innaf með sturtu. Útgengt er úr hjónaherberginu um rennihurð á verönd.
Bað/hjónaherbergi: Físar á gólfi og hluta veggja. Flísalögð walk-in sturta með glerþili. Lítil dökk innrétting við vask, speglaskápur, vegghengt salerni, handklæðaofn og útloftun.Stofa:  Parket á gólfi, gólfsíðir gluggar og gengið um rennihurð út á hellulagða verönd.  Mikið og fallegt útsýni út á Faxaflóa allt til Reykjavíkur.
Eldhús: Parket á gólfi. Innrétting  er rúmgóð með stórri eyju og miklu skápaplássi. Dökk viðaráferð og  efri skápar með grábrúnum blæ. Soft-close lokun á skápum og skúffum. Eldhústæki eru AEG og blöndunartæki eru Grohe. Helluborð í eyju,  bakarofn í góðri vinnuhæð og uppþvottavél innbyggð í innréttingu. Gert er ráð fyrir innbyggðum ískáp (fylgir ekki með).                       
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum að hluta. Flísalögð walk-in sturta með tækjum frá Grohe. Dökk rúmgóð innrétting við vask með soft-close lokun, speglaskápur, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Þvottaherbergi: Flísar á gólfi, hvít innrétting með tengi fyrir þvottavél/þurrkara og útloftun.
Inntaksrými: Er undir stiga og í sameign. 
Verönd:  Hellulögð verönd er í bakgarði við stofu og hjónaherbergi. Gert er ráð fyrir heitum potti á verönd.

Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag á Sementsreit sem áhugasamir kaupendur hvattir til að kynna sér.

Hér er um vandaða eign að ræða, frábær staðsetning og stutt í miðbæinn og alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 79.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 73.650.000 ISK
Brunabótamat 74.450.000 ISK
Stærð 128.1 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2022
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 28.01.2024