Miðholt

342 - Stykkishólmur

Lýsing eignar

Nes Fasteignasala kynnir eignina:

Miðholt, 342 Stykkishólmi, mjög áhugaverða eign á sunnanverðu Snæfellsnesi við Löngufjörur skammt frá Laugagerðisskóla.    
Um er að ræða fasteignir á 37.72 ha. leigulandi úr jörðinni Kolviðarnesi. Annars vegar Miðholt landnúmer 201349 sem er 130,8 fm einbýlishús ásamt 42 fm bílskúr samkvæmt skráningu FMR á sérmetinni 9.515 fm lóð og hins vegar 3 gestahús á landinu Kolviðarnesi II landnúmer 200101.

Nánari lýsing   
Íbúðarhúsið að Miðholti er byggt 2006.  Húsið er steinsteypt einingahús frá Smellinn á Akranesi.  Húsið skiptist í anddyri, hol, baðherbergi, Alrými sem er eldhús og stofa og búr þar inn af, 2 svefnherbergi, stórt fataherbergi, þvottahús og geymslu.  Rúmgóð bifreiðageymsla er sambyggð húsinu.  Húsið er hitað með varmadælu og er neysluvatn fengið frá sameiginlegri vatnsveitu á svæðinu.
 
Stofa: parket á gólfi gengið um svalahurð út á baklóðina.  Mikið útsýni frá húsinu.
Eldhús:  parket á gólfi, hvít innrétting, helluborð og uppþvottavél í innréttingu.
Hjónaherbergi: gott skápapláss parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf. Innrétting, sturta og vegghengt salerni.
 
Á Miðholti hefur verið rekin ferðaþjónusta undanfarin ár með útleigu 3ja gestahúsa 25.9 fm hvert samkvæmt skráningu FMR.  Tvö gestahúsanna skiptast í herbergi ,seturými með eldunaraðstöðu og baðherbergi en þriðja húsið var stækkað og þar eru svefnherbergin 2 og einnig er þar heitur pottur á verönd.
 
Land Miðholts liggur að Löngufjörum. Einstök staðsetning við fjöruna býður upp á mikla möguleika til útivistar.  Þá eru Löngufjörur eitt eftirsóttasta svæði hestamanna enda eru hestaferðir á fjörunum og nágrenni ógleymanleg upplifun.  Stórbrotið útsýni til allra átta í nágrenni Eldborgarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 89.350.000 ISK
Brunabótamat 134.500.000 ISK
Stærð 250.49999885559 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2006
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 07.03.2024