Reynihraun 8

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Reynihraun 8, Bifröst, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða mikið endurnýjaða 2ja herbergja endaraðhús byggt úr steinsteyptum einingum 44,6 fm að stærð skv. skráningu FMR. byggt árið 2002. Hitaveita er á svæðinu.

Nánari lýsing:
Stofa og eldhús
mynda alrými. Eldhúsinnrétting nýleg og með litlu helluborði, uppþvottavél og ofni. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdum vaski í innréttingu, stæði fyrir þvottavél, sturtuklefa og upphengdu salerni. Svefnherbergi er með fataskáp. 

Eignin hefur nýlega verið mikið endurnýjuð, nýtt gólfefni á öllum gólfum, parket á öllum gólfum nema flísar í baðherbergi, ný eldhúsinnrétting, baðherbergi að fullu endurnýjað, íbúðin máluð að innan og utan. 
 
Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða hvort sem er til heilsársbúsetu eða til frístundanota. Bifröst er í fögru umhverfi.  Óþrjótandi möguleikar eru  til útivistar með vinsælum gönguleiðum að Hreðavatni, á Grábrók og að fossinum Glanna. Margvísleg þjónusta er á svæðinu s.s. leikskóli, hótel með veitingastað og golfvöllur.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 23.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 13.200.000 ISK
Brunabótamat 26.100.000 ISK
Stærð 44.6 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 2001
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 24.03.2024