Túngata – SELD 19

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf kynnir í einkasölu eignina:

Túngata 19, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða steinsteypt parhús á einni hæð byggt árið 1998 úr forsteyptum einingum, vel staðsett í þéttbýliskjarnanum að Hvanneyri. Eignin er 137,7 fm að stærð, þar af er sambyggður bílskúr 27,2 fm.

Nánari lýsing:                                                                                                                               
Gengið inn í anddyri, þar á hægri hönd er þvottahús, flísar á gólfi og innangengt úr þvottahúsi í bílskúrinn. Úr forstofunni er gengið inn í skála, þar á vinstri hönd eru 3 svefnherbergi og baðherbergi. Eldhús og stofa mynda alrými. Gengt er úr stofu út á lóð um tvennar svalahurðir.
Upptekin loft er yfir öllu húsinu utan baðherbergis og sem skapar aukna rýmistilfinningu.  

Anddyri: Flísar á gólfi og fataskápur.
Þvottahús: Flísalagt gólf, vaskaborð og góð vinnuaðstaða. Gengt er úr þvottahúsi í bílskúr og út á lóð.
Stofa og borðstofa: Björt og rúmgóð, parket á gólfi. Upptekið loft.  Gengt úr stofu um svalahurð út á lóð
Eldhús: Upptekið loft yfir eldhúsi, flísar á gólfi.  Rúmgóð viðarinnrétting.
Svefnherbergi: Með parket á gólfi. Skápar í tveimur herbergjum. Rúmgóðir skápar í hjónaherbergi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting og sturtuklefi.

Bílskúr er sambyggður, flísar á gólfi og geymsluloft Góð bílskúrshurð á brautum. Gengt út á bílastæði .

Lóðin er frágengin með grasflöt og sólpalli. Bilastæði er malarborið. 

Hér er mjög áhugaverða eign á friðsælum og eftirsóttum stað skammt frá Borgarnesi. Leikskóli og grunnskóli upp að 5. bekk er á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 64.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 49.500.000 ISK
Brunabótamat 70.600.000 ISK
Stærð 137.7 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1998
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 11.04.2024