Fjósar – SELD 2

370 - Búðardalur

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Fjósar 2, 370 Búðardal sem er einbýlishús með risi og kjallara ásamt stórum bílskúr
Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum, byggt 1951. Grunnflötur hússins er um 109.1 fm. og er rishæð og geymslu í kjallara þar að auki.  Bílskúr er 76 fm, stakstæður með 2 innaksturhurðum Húsið er steinhús, klætt að utan. Bílskúr er byggður úr timbri árið 2005. 

Nánari lýsing:                                                                                                                                                                                            
Jarðhæð
skiptist  í forstofu sem er flísalögð. Stofa er með parketi. Hol með dúk á gólfi og þaðan er útgengt á timburverönd með skjólveggjum og heitum potti. Herbergi er innaf holi með parket á gólfi. Hjónaherbergi með spónaparketi á gólfi. Baðherbergi flísalagt og með sturtu. Hiti í gólfi og vegghengt salerni. Rúmgott eldhús, flisalagt, með viðarinnréttingu og borðkrók. Setukrókur er þar fyrir framan og búr er siðan innaf eldhúsinu.
Rishæð er undir súð og samanstendur af baðstofulofti/setustofu og einu herbergi.    
Kjallari, þar er rúmgott þvottahús. 
Bílskúrinn er með steyptu gólfi og millilofti. Innaksturdyr eru báðar rafdrifnar.
 
Hér er um vel staðsetta og fallega eign að ræða þar sem snyrtimennska og allt viðhald er til fyrirmyndar. Ofnar eru í góðu ásigkomulagi og allar lagnir engurnýjaðar bæði hiti og neysluvatn. Hitaveita og varmaskiptir á neysluvatni. Lóðin var tekin í gegn í haust skift um jarðveg og skipt um skólplagnir, einnig var settur brunnur rétt fyrir utan lóðina norðanverða.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 0 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 29.150.000 ISK
Brunabótamat 46.900.000 ISK
Stærð 261.1 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 1951
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 06.05.2024