Helgugata 8

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:

Helgugötu 8, 310 Borgarnes.
Um er að ræða vel staðsett einbýlishús á 2 hæðum,  188.4, fm að stærð skv. skráningu HMS.  Frábær staðsetning í næsta nágrenni grunnskólans í Borgarnesi. 2 stofur og 5 svefnherbergi

Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð. Úr forstofu er gengið um flísalagðar tröppur á báðar hæðir.
Á efri hæð eru hol, 2 svefnherbergibaðherbergieldhús og 2 stofur.
Á neðri hæð er snyrting, 3 svefnherbergi, þvottahús og geymsla. Þar er einnig bakinngangur út á lóð.
 
Anddyri  flísar á gólfi, fatahengi.
Hol er flísalagt  Þaðan er gengið í svefnherbergi, baðherbergi, stofur og eldhús.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Innrétting og sturta. Opnanlegur gluggi.
Snyrting flísar á gólfi vegghengt salerni.
Svefnherbergi parket á gólfum.
Eldhús flísar á gólfi og veggjum að hluta með nýlegri, rúmgóðri og fallegri innréttingu. Bakarofn í vegg, helluborð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur í innréttingu.
Stofur, eru samliggjandi stofa og borðstofa með parket á gólfum. Veggir eru smekklega panelklæddir að hluta og málaðir.
Þvottahús rúmgott, málað gólf.                                                                                                                  
Geymsla rúmgóð með góðu hilluplássi.
 
Vandaður sólpallur með háum skjólveggum, heitum potti og lýsingu er við húsið  Lóðin er frágengin með grasflöt. Stakstæð 15fm geymsla úr timbri er á lóð, utan skráðra fermetra.
 
Eftirfarandi hefur verið endurnýjað. Dren og frárennsli, rafmagn og neysluvatn að hluta. Gólfefni að mestu og eldhús. Ofnar rafmagns og vatnslagnir endurnýjað að mestu.
 
Eign á eftirsóttum stað sem hentar barnafjölskyldum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 72.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 52.850.000 ISK
Brunabótamat 76.150.000 ISK
Stærð 188.4 fermetrar
Herbergi 6
Svefnherbergi 5
Baðherbergi 2
Byggingarár 1946
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 10.05.2024