Laufbrekka – SELD 17

200 - Kópavogur

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala ehf. kynnir í einkasölu eignina:

Laufbrekka 17, 200 Kópavogur.
Um er að ræða rúmgóða og vel skipulagða 4 herbergja íbúð með sérinngangi á efri hæð í tvíbýlishúsi. Samkvæmt skráningu FMR er íbúðin 146 fm.

Vel staðsett eign, í botnlangagötu í rólegu og grónu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu.

Nánari lýsing:                                                                                                            
Gengið er inn í flísalagða forstofu með tveimur forstofuskápum og salerni á vinstri hönd. Hlaðinn veggur í holi eftir Martein Davíðsson múrarameistara.
Eldhús er mjög rúmgott með flísum á gólfi og vegg að hluta, nýleg innrétting og mikið skápa,- og vinnurými. Tengi fyrir þvottavél.
Stofa og borðstofa mynda bjart alrými. Útgengi út í garð úr stofu, þar er nýlegur sólpallur með skjólveggjum og grasflöt.
Harðparket á öllum gólfum nema eldhúsi og votrýmum, þar eru flísar.
Gengið er upp stiga í rúmgóðan skála á efri palli.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með baðkari, góðri innréttingu og salerni.
3 svefnherbergi á efri palli. Hjónaherbergi er rúmgott með litlu fataherbergi og útgengi á lóð.
Rúmgóð útigeymla er undir tröppum.

Eignin hefur verið talsvert endurnýjuð á síðustu árum skv. seljendum.
Dren endurnýjað 2013. Þak yfirfarið og endurnýjað að mestu 2013. Skólplagnir yfirfarnar og lagaðar að hluta 2018. Hús sprunguviðgert að mestu og múrskemmdir lagaðar 2019. Húsið var að mestu málað að utan sumarið 2019, klárað að mála 2021 og þak yfirfarið og málað. Ný gólfefni á allri íbúðinni nema forstofu, eldhúsi og baðherbergjum. Ný loftaklæðning í stofu- og borðstofuloftið 2014. Eldhúsið uppgert 2008, borðplata og innrétting 2008. Bætt við skápum í eldhúsi 2018. Eldavél og bakarofn 2020. Fataskápar í svefnherbergjum og hornskápur í skála á efri hæð 2019. Útitröppur og stigapallur flísalagður. Nýr sólpallur með skjólvegg og útilýsingu.  

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is

Teikning af eigninni er sótt af vef kópavogsbæjar og sýnir upprunalegt skipulag á efra palli. 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Nes fasteignasala hvetur því væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.   

 

Eigindi eignar

Tegund Hæðir
Verð 88.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 88.650.000 ISK
Brunabótamat 68.400.000 ISK
Stærð 146 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 2
Byggingarár 1961
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 29.05.2024