Árberg

320 - Reykholt (Borgarfirði)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir fasteignina:

Árberg, Kleppjárnsreykjum, 320 Reykholti í Borgarbyggð.
Um er að ræða steinsteypt einbýlishús, byggt 1978, á einni hæð með stakstæðum bílskúr, samtals 195,8 fm að stærð, þar af er bílskúr 52,9 fm. Húsið stendur á 1.200 fm leigulóð. Bílaplan er malarborið.

Nánari lýsing:    
Gengið er í flísalagða forstofu.
Innaf forstofu er gengið inn á lítinn gang með fataskáp, þar er búr og forstofuherbergi.
Stofan er björt og rúmgóð, parket á gólfi. Þaðan er gengt út á sólpall.
Eldhús er rúmgott, dúkur á gólfi og eldri innrétting.
Á svefnherbergisgangi eru 3 herbergi. Þar er parket á gólfum og skápar. Þar er einnig sjónvarpsherbergi sem er opið fram á ganginn.  
Þvottahús með sér inngangi út á bílaplan.  
Baðherbergi er með baðkari með sturtu, lítilli innréttingu og málað gólf.                   
Bílskúr er tvöfaldur þaðan er gengt út á lóð. Veggir eru steinsteyptir, óeinangraðir.  Þak er járnklætt og einangrað.  Tvö innakstursop eru á bílskúrnum og er hurð í öðru.
Tveir sólpallar eru við húsið, annar með skjólveggjum.

Nýlega hefur verið skipt um glugga og útihurðir og ofnalagnir eru endurnýjaðar að hluta.

Hér er um áhugaverða eign að ræða sem staðsett er í hjarta Borgarfjarðar, skammt frá Reykholti. Grunnskóli og leikskóli er á svæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Einbýli
Verð 60.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 45.900.000 ISK
Brunabótamat 78.260.000 ISK
Stærð 195.80000152588 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1978
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 05.06.2024