Einihraun 8

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina:
Einihraun 8, Bifröst, 311 Borgarbyggð.
Um er að ræða 2ja herbergja íbúð á efri hæð í fjölbýlishúsi, byggt úr steinsteyptum einingum 52,3 fm að stærð skv. skráningu FMR. byggt árið 2002. Hitaveita er á svæðinu.

Sjá kynningarmyndband: https://youtu.be/j1UB188junQ 

Nánari lýsing:
Stofa og eldhús mynda alrými. Eldhúsinnrétting er L-laga og fylgja tæki af eldri gerði. Eitt svefnherbergi með fataskápum. Baðherbergi er með sturtuklefa og salerni, dúkur er á gólfi og vegg, tengi fyrir þvottavél. Öll gólf eru dúklögð. Geymsla er í sameiginlegu rými í kjallara 4.9 fm.
 
Hér er um mjög áhugaverða eign að ræða hvort sem er til heilsársbúsetu eða til frístundanota. Bifröst er í fögru umhverfi.  Óþrjótandi möguleikar eru  til útivistar með vinsælum gönguleiðum að Hreðavatni, á Grábrók og að fossinum Glanna.  Margvísleg þjónusta er á svæðinu s.s. leikskóli, hótel með veitingastað og golfvöllur.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala. Borgarbraut 57, 310 Borgarnesi.

Nes fasteignasala tekur ekki umsýslugjald af kaupendum.
Kostnaður kaupanda:
Stimpilgjald skv. 5. gr. laga nr. 138/2013 um stimpilgjald, 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga. 0,4% við fyrstu kaup m.v. 50% eignarhlut eða meira og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald kr. 2.700,- á hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá.
Engin umsýsluþóknun.
 

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 19.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 12.900.000 ISK
Brunabótamat 26.900.000 ISK
Stærð 52.3 fermetrar
Herbergi 3
Svefnherbergi 0
Baðherbergi 0
Byggingarár 2002
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 06.06.2024