Stöðulsholt 38

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Stöðulsholt 38 sem er glæsilegt og vel skipulagt 181,5 fm parhús með bifreiðageymslu á einni hæð.
Húsið, sem er byggt úr forsteyptum einingum selst á byggingastigi 3, fullbúið að utan, tilbúið til innréttingar að innan og með grófjafnaðri lóð.

Áætlaður afhendingartími miðað við byggingarstig 3 er eftir samkomulagi.

Nánari lýsing: 
Húsið, er vel skipulagt og skiptist þannig að íbúðin er 147,0 fm og bílskúr ásamt geymslu 35,5 fm.
Gengið er í anddyri og þaðan er innangengt í bifreiðageymslu. Stofa og eldhús mynda bjart og rúmgott alrými.  Stofan er með stórum gluggum sem snúa í austur og suður, og þar er gengt út á lóð. Í hinum hluta hússins  eru fjögur svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og þvottahús. Að auki er í hjónaherbergi sér bað og snyrting. 

Eignin skilast fullbúin og máluð að utan, tilbúin til innréttingar að innan, og með grófjafnaðri lóð. Hitalagnir eru komnar í gólfplötu og tengdar í 2x gólfhitakistur. Neysluvatnslagnir fullgerðar og frágengar að tækjum. Rafmagnstafla uppsett og tengd og allt ídregið. Sjá nánar um skil í skilalýsingu seljanda.
Möguleiki er á að fá eignina afhenta á öðru byggingarstigi með nánara samkomulagi við seljanda.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 78.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 8.200.000 ISK
Brunabótamat 0 ISK
Stærð 181.5 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 2023
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 14.06.2024