Sóltún 8a

311 - Borgarnes (dreifbýli)

Lýsing eignar

Nes fasteignasala ehf kynnir eignina Sóltún 8, 311 Borgarbyggð, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 229-8248 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.

Nes fasteignasala kynnir í einkasölu fasteignina Sóltún 8a Hvanneyri, 311 Borgarnes.
Um er að ræða parhús á einni hæð, forsteyptar einingar, 147,4 fm að flatarmáli byggt árið 2007. Þar af er bílskúr 29,9 fm .
Nánari lýsing: 
Úr forstofu er gengið inn í alrými sem er samliggjandi stofa og eldhús. Á svefnherbergisgangi eru 3 svefnherbergi og baðherbergi.  Þar innaf er þvottahús og geymsla. Innangengt er úr þvottahúsi í bílageymslu.
                                                                                                                                                   
Forstofa er flísalögð með fatahengi.
Stofa og borðstofa parket á gólfi. Upptekin loft og gengt út á sólpall.
Eldhús parket á gólfum.  Góð hvít innrétting, helluborð og bakarofn í vegg.
Svefnherbergi parket á gólfum, fataskápar í 2 herbergjum.
Baðherbergi flísar í hólf og gólf.  Hvít innrétting, baðkar, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús flísar á gólfi, vaskaborð og lítil innrétting.
Geymsla flísar á gólfi og gott hillupláss.  Gengt út á lóð.
Bílskúr með millilofti og málað gólf. Rafdrifin innaksturhurð og gengt út á bílaplan.
Sólpallur mót suðri með skjólvegg.
Lóðin er vel hirt með limgerði og grasflöt.
Hér er um góða eign að ræða í barnvænu umhverfi.                                                                       Hvanneyri er vaxandi þéttbýliskjarni.  Þar eru leikskóli og grunnskóli upp að 5. bekk á staðnum.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson Lögg. fasteignasali, í síma 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.

Eigindi eignar

Tegund Par/Raðhús
Verð 65.800.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 54.750.000 ISK
Brunabótamat 72.400.000 ISK
Stærð 147.39999961853 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 3
Baðherbergi 1
Byggingarár 2007
Lyfta Nei
Bílskúr
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 20.06.2024