Hrafnaklettur – SELD 6

310 - Borgarnes

Lýsing eignar

Eignin er seld með fyrirvara.

Nes fasteignasala kynnir eignina:

Hrafnaklettur 6, 310 Borgarnesi
Um er að ræða bjarta, mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð merkt 0302 á 2. hæð í steinsteyptu  fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1979. Íbúðin er 62.9 fm skv. skráningu HMS. Rúmgóðar vestursvalir. Húsið er nýlega málað að utan og skipt hefur verið um glugga í íbúðinni og svalahurð í stofu.

Nánari lýsing:
Íbúðin er mikið endurnýjuð. Nýlegt gólfefni og eldhús. Rúmgóðir fataskápar á gangi gengt eldhúsi.
Sameign snyrtileg, flísar í forstofu og  stigagangur teppalagður.
Stofa björt og rúmgóð. Parket á gólfi. Inn af stofu hefur verið útbúinn svefnkrókur þar sem áður var hluti af eldhúsi.
Eldhús nýleg innrétting. Gott skápapláss nýleg tæki. Allt rafmagn endurnýjað.
Herbergi er rúmgott parket á gólfi.
Baðherbergi  er snyrtilegt, baðkar, dúkur á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
 
Sameiginlegt þvottahús í kjallara með þvottavél og þurrkara sem íbúar hafa not af.
Að auki er tilheyrir íbúðinni 4,3 fm geymsla í kjallara sem er utan fm tölu íbúðar.
Vel umgengin og áhugaverð eign.

Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Halldór Óðinsson lögg. fasteignasali, í síma 497-0040 eða 865-0350, tölvupóstur thorarinn@fastnes.is.
Nes fasteignasala ehf. Borgarbraut 57, 310 Borgarnes.

Eigindi eignar

Tegund Fjölbýli
Verð 32.000.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 26.550.000 ISK
Brunabótamat 30.150.000 ISK
Stærð 62.9 fermetrar
Herbergi 2
Svefnherbergi 1
Baðherbergi 1
Byggingarár 1979
Lyfta Nei
Bílskúr Nei
Garður Nei
Greiðslubyrði* ------ ISK
Útborgun** ------ ISK
Skráð 21.06.2024